Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Fjölskyldan í fókus - Ljósmyndasamkeppni

Föstudaginn 6. júní 2008 hleypti SAMAN-hópurinn (www.samanhopurinn.is) sumar verkefni sínu af stokkunum. Það er ,,Fjölskyldan í fókus",  ljósmyndasamkeppni sem ætlað er að vekja athygli á að samverustundir með fjölskyldunni eru dýrmæt augnablik í lífi hvers og eins. Fjölskyldur af öllum stærðum og gerðum eru hvattar til að senda myndir í keppnina af fjölskyldunni saman, við leik og störf, vetur, sumar, vor og haust.

Mikilvægi samverustunda fjölskyldunnar fyrir þroska barna er óumdeilt. Ýmsar kannanir sýna að börn og unglingar vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum heldur en þau eiga kost á í dag. Börn sem verja miklum tíma með fjölskyldunni, fá mikinn stuðning en jafnframt aðhald frá foreldrum eru að öllu jöfnu ólíklegri til að neyta áfengis- og annarra vímuefna. Þau eru einnig líklegri til að standast neikvæðan hópþrýsting.

Sjá nánar á nýrri og glæsilegri heimasíðu SAMAN-hópsins, www.samanhopurinn.is.