Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Bæklingur um stefnumótun í áfengismálum

Evrópudeild Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hefur gefið út bækling sem fjallar um stefnumótun í áfengismálum. Þar eru þjóðir hvattar til að móta sér stefnu í áfengismálum og bent er á aðgerðir sem sannreynt þykir að skili árangri til að draga úr skaðlegri neyslu áfengis.

Meðal þeirra leiða sem bent er á eru:

Skert aðgengi
Aðgerðir gegn ölvunarakstri
Aðgengi að meðferð
Bann við áfengisauglýsingum
Áfengislaust umhverfi
Fræðsla

Lýðheilsustöð hefur látið þýða bæklinginn og er hægt að nálgast rafræna útgáfu hans á hér heimasíðu Lýðheilsustöðvar.