Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Persónuupplýsingar um börn

Á heimasíðu Persónuverndar segir í frétt dags. 28. apríl frá því að hinn 18. febrúar sl. hafi hinn sk. „29. gr. starfshópur" samþykkt vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn. Hópurinn sinnir ráðgjafarhlutverki um persónuverndarmálefni í Evrópusambandinu og á m.a. að stuðla að samræmi í framkvæmd persónuverndarlöggjafar í Evrópu.

Skjalið var unnið af undirhópi sem Ísland átti sæti í og er ætlað þeim sem vinna með persónuupplýsingar um börn, s.s. kennurum og skólastjórnendum. Það hefur nú verið birt á heimasíðu 29. gr. starfshópsins sem óskar eftir ábendingum og athugasemdum um efni þess. Að fengnum athugasemdum verður tekið til athugunar hvort skjalið sé þess eðlis að unnt sé að samþykkja formlegt álit um vernd persónuupplýsinga um börn.

Heimasíða 29. gr. starfshópsins

Vinnuskjal um vernd persónuupplýsinga um börn [pdf].

Athugasemdir og ábendingar má senda til:

Article 29 Working Party - Secretariat
European Commission, Directorate-General Justice, Freedom and Security
Unit C.5 - Protection of personal data
Office: LX 46 06/80
B - 1049 Brussels

eða á netföngin:

 Amanda.JOYCE-VENNARD@ec.europa.eu
Kalliopi.Mathioudaki-Kotsomyti@ec.europa.eu
eða
með símbréfi í +32-2-299 80 94