Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Háskóli unga fólksins

Dagana 9.–13. júní breytist Háskóli Íslands í Háskóla unga fólksins. Þá gefst vísindamönnum framtíðarinnar (f. 1992-96) kostur á því að sækja fjölda stuttra námskeiða og kynnast undrum tilverunnar með vísindamönnum Háskóla Íslands. Þátttakendum er skipt í tvo hópa, f. 1992-93 og 1994-96.

Hver þátttakandi getur sótt nokkur námskeið og eitthvað nýtt og spennandi verður á dagskránni dag hvern. Námskeiðin fara fram kl. 9–15 með hádegishléi. Í boði er lengd viðvera til kl. 16.15. Skráning hefst 15. maí og stendur til 26. maí.

Skráning og allar upplýsingar um námskeiðin og Háskóla unga fólksins