Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Dagurbarnsins.is - Keppnir um hönnun og stef

Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að ár hvert skuli haldinn hátíðlega dagur barnsins og hefur síðasti sunnudagur maímánaðar verið valinn fyrir þennan viðburð. Dagur barnsins á Íslandi verður nú haldinn í fyrsta sinn þann 25. maí næstkomandi. Markmiðið með því að helga börnum sérstaklega einn dag á ári er að skapa tækifæri til að minna okkur landsmenn alla á þessa mikilvægu þegna landsins, koma málefnum barna á framfæri og leyfa röddum barna að hljóma.

Degi barnsins 25. maí hefur verið valin yfirskriftin: Gleði og samvera.

Hugmyndin er sú að dagur barnsins renni inn í þjóðarvitundina á komandi árum og verði fyrst og fremst til þess fallinn að hvetja til samveru foreldra með börnum sínum.

Á vefsíðunni er greint frá því að nú hefur verið hleypt af stokkunum tveimur keppnum sem íslensk börn geta tekið þátt í og tengjast annars vegar hönnun á merki fyrir dag barnsins og hins vegar tillögur að einkennisstefi fyrir daginn.