Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Alþjóðleg ráðstefna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum

Ráðstefna um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi verður haldin í Háskólanum í Reykjavík dagana 15. og 16. maí 2008. Ráðstefnan er ætluð öllum sem vilja fræðast um málaflokkinn og leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi og velferð barna. Markmið ráðstefnunnar er að benda á leiðir til að fyrirbyggja kynferðisofbeldi á börnum.

Ráðstefnan fer fram á ensku.

Fyrirlesarar:
Kynferðisofbeldi gegn fötluðum og greindarskertum börnum. Shirley Paceley
Samkvæmt erlendum rannsóknum er talið að þar séu tölurnar um 50 % hærri en ofbeldi gegn ófötluðum börnum. Shirley bendir á leiðir til að vernda fötluð og greindarskert börn. Shirley kemur til Íslands í annað sinn vegna fjölda áskorana. Shirley er ráðgjafi, rithöfundur, stofnandi og forstjóri fyrir Blue Tower Training Center, sem býður upp á þjálfun, ráðgjöf og upplýsingar. Shirley er með meistarapróf í klínískri sálfræði og með 33 ára reynslu í að vinna með fólk með fötlun.

Afleiðingar af ofbeldi í æsku á heilsu. The Ace Study. Dr. Vincent Felitti, læknir við forvarnadeild Medicine Kaiser Permanente Medical Care Program, San Diego, California.
The ACE Study er 12 ára áframhaldandi rannsókn unnin í samvinu við heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (Centers for Disease Control and Prevention) og Kaiser Permanente. Stjórnað sameiginlega af Robert F. Anda, MD, MS, and Vincent J. Felitti, MD. Þessi rannsókn er líklega sú stærsta sinnar tegundar og rannsakar sambandið á milli mismunandi ofbeldis og vanrækslu í æsku annars vegar og heilsu og útkoma atferlis á síðari árum hins vegar.

Örugg Netnotkun. Justin Berry
Aðeins 13 ára lenti Justin í vítahring kynferðisofbeldismanna þegar hann var misnotaður fyrir framan tölvumyndavél í heimahúsi. Saga Justins hefur birts á forsíðu New York Times í Desember 2005 en einnig hjá Oprah Winfrey, the Today show, Good Morning America og fleiri sjónvarps og útvarpstöðvum. Justin er nú 21 árs gamall. Hann fékk viðurkenningu fyrir hugrekki í fjölmiðlum frá International Violence, Abuse and Trauma Conference in San Diego.

1. Forvarnir og neytendur heilbrigðiskerfisins.
2. Ásakanir um kynferðisofbeldi í forræðismálum. Robert Geffner, Ph.D., Stofnandi og forseti yfir Heimili- og kynferðisofbeldis stofnun í San Diego, Kaliforníu.
Forseti Alliant Alþjóðlega Háskólans (AIU), Institute on Violence, Abuse and Trauma (IVAT); prófessor í klínískum rannsóknum í sálfræði við California School of Professional Psychology, AIU, San Diego; löggildur sálfræðingur og fjölskyldu og hjónabandsráðgjafi í Kaliforníu og Texas. Ritstjóri yfir Haworth's Maltreatment and Trauma Program, og fyrrverandi forstjóri yfir stórri einkastofnun fyrir einstaklinga með geðræn vandamál í austur Texas í 15 ár.

Sigrún Sigurðardóttir, Hjúkrunarforstjóri á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku á Ólafsfirði. Meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.
Sigrún mun kynna rannsókn sem hún gerði til að kanna heilsufar og líðan kvenna sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum í æsku af völdum kynferðislegrar misnotkunar

Svava Björnsdóttir, Starfsmaður og einn stofnandi Blátt áfram. Einnig þjálfaður leiðbeinandi fyrir Darkness to Light Stewards of Children, Verndarar Barna.
Árið 2008 mun Blátt áfram hefja forvarnarátak á landsvísu. Tilgangur átaksins er að efla bæjar- og sveitarfélög í markvissum forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum og að þjálfa 5% af fullorðnum í hverju bæjar- og sveitarfélagi til að fyrirbyggja, greina og bregðast við kynferðisofbeldi af hugrekki og ábyrgð. Svava mun kynna átakið og sveitarfélög sem nú þegar eru í samstarfi við Blátt áfram og Verndarar Barna.

Barnahús. Þorbjörg Sveinsdóttir, B.A. Sálfræði
Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegu áreiti eða ofbeldi. Barnaverndarnefndir bera ábyrgð á vinnslu slíkra mála og geta óskað eftir þjónustu Barnahúss. Börn og forráðamenn þeirra geta með tilvísun barnaverndarnefnda fengið alla þjónustu á einum stað sér að kostnaðarlausu. Sæti mál lögreglurannsókn fer staðsetning skýrslutöku eftir ákvörðun dómara en barnaverndarnefndir geta óskað eftir annarri þjónustu Barnahúss. Barnaverndarnefndir geta leitað til Barnahúss vegna gruns um annars konar ofbeldi gegn börnum.

Ráðstefnugestum er boðið að heimsækja Barnahús í lok dagskrá 15 maí, 2008.

Samstarfsaðilar: Barnaverndarstofa , Blátt Áfram, Háskólinn í Reykjavík og Þroskahjálp

Hér á vefsíðu Blátt áfram verkefnisin er allar nánari upplýsingar.