Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Nám að loknum grunnskóla - Rit á átta tungumálum

Ritið „Nám að loknum grunnskóla“ um skipulag náms og námsframboð einstakra framhaldsskóla kemur nú í fyrsta sinn út á fleiri tungumálum en íslensku. Megininntak ritsins hefur verið þýtt á átta tungumál; ensku, litháísku, pólsku, rússnesku, serbnesku, spænsku, taílensku og víetnömsku, í þeim tilgangi að ná til nemenda af erlendum uppruna.

Því er auðvelt fyrir námsráðgjafa, kennara og aðra sem eru í samskiptum við heimili ungmennanna, að koma skýrt til skila hvaða möguleikar eru á námsleiðum að loknu grunnskólanámi. Í bæklingum er jafnframt getið, í sérstakri töflu, um þá skóla sem bjóða upp á námsleiðir í íslensku fyrir þá sem hafa annað móðurmál en íslensku. Þetta á einnig við um þau íslensku ungmenni sem eru að flytjast til landsins og þurfa sérstakan stuðning í íslensku vegna langrar dvalar erlendis.

Bæklinginn er hægt að nálgast á vef menntamálaráðuneytisins í prentvænni útgáfu en einnig er hægt að fá hann sendan í pósti með því að senda beiðni þar um á netfangið: mottaka@mrn.stjr.is.