Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Innleiðing fjölþáttameðferðar (MST) - Málstofa

Rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd og félagsráðgjafarskor Háskóla Íslands standa að málstofu þriðjudaginn 15. apríl kl. 12-13 í Odda stofu 101. Umræðuefnið er innleiðing fjölþáttameðferðar (MST) á Íslandi.

Halldór Hauksson sálfræðingur hjá Barnaverndarstofu mun fjalla um fyrirhugaða innleiðingu fjölþáttameðferðar (Multisystemic Therapie, MST).

MST er 3.-5. mánaða meðferð fjölskyldna barna á aldrinum 12-18 ára sem stríða við alvarlegan hegðunarvanda. Meðferðin fer fram á heimaslóðum fjölskyldunnar. Lögð er megináhersla á að efla foreldrahæfni, tengslanet og styrkleika fjölskyldunnar í samvinnu við skóla og aðra aðila í nærumhverfi barnsins. MST aðferðin hefur verið þróuð og rannsökuð um áratugaskeið og er notuð víða um heim, m.a. á Norðurlöndum (http://www.mstservices.com).

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.