Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Vörur sem auglýstar eru fyrir fermingarbörn

Að  gefnu tilefni vill umboðsmaður barna benda á að þegar vörur eru auglýstar fyrir fermingarbörn eða sem fermingargjafir er mikilvægt að huga að því hvort varan og fylgihlutir með henni teljist almennt hæfa aldri fermingarbarna.

Sem dæmi um vöru sem ekki er eðlilegt að auglýst sé fyrir fermingarbörn má nefna auglýsingar á leikjatölvum á fermingartilboði þar sem tövluleikir með PEGI merkinguna 18+ fylgja með í kaupunum. Umboðsmaður barna mælir með að foreldrar og uppalendur barna taki fullt mark á PEGI-merkingum tölvuleikja. PEGI er samevrópskt aldursflokkunarkerfi fyrir tölvuleiki. Kerfinu er ætlað að koma í veg fyrir að börn fari í leiki sem eru ekki við hæfi þeirra aldurshóps. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu PEGI.

Umboðsmaður barna vill biðja foreldra og aðra sem bera hag barna fyrir brjósti að vera vakandi fyrir markaðssetningu sem beint er að fermingarbörnum og láta vita ef hún virðist vera farin yfir skynsamleg mörk.