Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hugsað um barn - Námskeið

Námskeiðið HUGSAÐ UM BARN fer fram í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði fimmtudagkvöldið 6. mars og þriðjudagskvöldið 11. mars frá kl. 20:00 – 22:00. Móttaka þátttakenda er frá kl.19:30. Hluta af námskeiðinu sitja unglingar og foreldrar saman og hluta fá unglingar og foreldrar fræðslu sitt í hvoru lægi.

HUGSAÐ UM BARN, er alhliða forvarnarverkefni, fyrir 14 til 15 ára unglinga og foreldra þeirra, um lífstíl unglinga og sem hjálpar þeim að taka upplýsta ákvörðun varðandi kynlíf, áfengi og mikilvægi góðrar samvinnu við kennara og foreldra. Unglingar fá í hendur Raunveruleiknibarnið á fimmtudagskvöldinu eftir sýnikennslu. Raunveruleiknibarnið er stillt þannig að umönnunartími hefst kl. 19.00 á föstudagskvöldinu og lýkur um kl. 22.00 á sunnudagskvöldinu. Hluti af fræðslunni er kennsla um skaðsemi áfengis og vímuefnaneyslu sem hjálpar unglingum að sjá mikilvægi þess að leggja rækt við sjálfa sig og námið.  

Þátttökugjald á fjölskyldu (unglingur og foreldrar) er 15.000 kr. Fjöldi þátttakanda er takmarkaður við 20 fjölskyldur.

Skráning hjá Ólafi Grétari Gunnarssyni fjölskylduráðgjafa hjá ÓB-ráðgjöf í síma 553 9400 / 897 1122 og á ogg@obradgjof.is.