Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hættan er ljós - Varað við notkun barna og unglinga á ljósabekkjum

Hafið er átak sem beinist að fermingarbörnum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra þar sem bent er á hættuna sem fylgir því að ungt fólk fari í ljósabekki. Skilaboðin eru frá Félagi íslenskra húðlækna, Geislavörnum ríkisins, Krabbameinsfélaginu, Landlæknisembættinu og Lýðheilsustöð. Þetta er fimmta árið sem þessir aðilar standa saman að fræðsluherferð undir slagorðinu „Hættan er ljós“.

Vakin er athygli á því að börn og unglingar séu næmari en aðrir fyrir skaðlegum áhrifum geislunar frá ljósabekkjum og sól. Tíðni húðkrabbameins hefur aukist mikið á síðustu árum, einkum tíðni svonefndra sortuæxla, en þau eru alvarlegasta tegund húðkrabbameins og algengasta tegund krabbameins hjá konum á aldrinum frá 15 til 34 ára. Foreldrar og forráðamenn fermingarbarna eru hvattir til að hafa í huga tilmæli alþjóðastofnana um að börn og unglingar fari ekki í ljósabekki. Leitað verður til presta landsins um að leggja málefninu lið, eins og undanfarin ár.

Nánar í frétt 03.03.2008 á vefsíðu landlæknis.