Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Afmælisrit Einstakra barna

Félagið Einstök börn hefur gefið út 10 ára afmælisrit. Félagið styður við börn sem þjást af alvarlegum og sjaldgæfum sjúkdómum og aðstandendur þeirra.

Í afmælisritinu er fróðleg og styrkjandi umfjöllun fyrir foreldra sem eru að taka sín fyrstu skref í heimi langveikra barna. Afmælisritið er ekki síður hugsað til að vekja samfélagið til vitundar um hvað hlutskipti mannfólksins er margbreytilegt. Umboðsmaður barna óskar Einstökum börnum innilega til hamingju með glæsilegt rit og alls hins besta í áframhaldandi starfi.

Hægt er að skoða afmælisritið hér á síðu félagsins Einstakra barna.