Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Rit fyrir systkini barna með sérþarfir eða alvarlega sjúkdóma

Umhyggja, félag til stuðnings langveikum börnum hefur gefið út bókina Bræður og systur. Ráð og sögur handa systkinum barna með sérþarfir eða alvarlega sjúkdóma.  Bókin var kynnt á árlegu málþingi Sjónarhóls í gær, 7. febrúar, sem bar yfirskriftina Á ég að gæta bróður míns?

Úr formála:

Á undanförnum árum hafa sjónir manna í auknum mæli beinst að áhrifum langvarandi veikinda barna á systkini þeirra. Kvíði, hræðsla og sorg eru meðal þess sem getur gert vart við sig og áhrifin eru oft langvarandi. Það getur hjálpað systkinum langveikra barna að kynnast reynslu annarra einstaklinga sem svipað er ástatt um.

Einnig má benda á bókina Með okkar augum. Uppvöxtur með fötluðu systkini, sem Systkinasmiðjan gaf út árið 2003.

Nánari upplýsingar og stuðningur:

Umhyggja
Heimilisfang: Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík
Sími: 552 4242
Heimasíða: www.umhyggja.is
Tölvupóstur: umhyggja@umhyggja.is

Sjónarhóll
Heimilisfang: Háaleitisbraut 13, 108 Reykjavík
Heimasíða: www.sjonarholl.net
Tölvupóstur: sjonarholl@sjonarholl.net

Systkinasmiðjan á Íslandi
Heimasíða: www.verumsaman.is
Tölvupóstur: systkini@verumsaman.is