Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hádegiserindi fyrir foreldra leikskólabarna 21. febrúar

Að njóta foreldrahlutverksins enn betur; gagn og gaman fyrir foreldra leikskólabarna er yfirskrift á fyrirlestri Ólafs Grétars Gunnarssonar fjölskylduráðgjafa í fyrirlestrasal VR í hádeginu fimmtudaginn 21. febrúar milli kl. 12 og 13.

Ólafur mun m.a. kynna 6 vikna námskeið sem ætlað er til að hjálpa foreldrum að ná betri yfirsýn og finna aðferðir til að verða ánægðari foreldrar með ánægðari börn.

Námskeiðið hjálpar til að draga úr spennu, rifrildum og deilum í fjölskyldum; það skapar afslappaðra, vinsamlegra andrúmsloft á heimilinu og eykur virðingu fjölskyldumeðlima fyrir hvor öðrum og gefur börnunum tækifæri á ,"betri byrjun í lífinu."

Fyrirlesturinn er öllum opinn, ókeypis og boðið er uppá léttan hádegismat.

Hægt er að skrá sig á vefsíðu VR eða í þjónustuveri VR í síma 510 1700.