Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Systkini barna með sérþarfir - Málþing Sjónarhóls

Málþing Sjónarhóls verður haldið þann 7. febrúar n.k. og verður efni málþingsins að þessu sinni “Systkini barna með sérþarfir”. Málþingið er haldið í Gullhömrum, Grafarholti frá kl. 8.30 til 12.30. Á málþinginu er fjallað um upplifun og aðstæður systkina barna með sérþarfir. Erindi flytja systkini og aðrir aðstandendur barna með sérþarfir auk fagfólks.