Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Greiðslur til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna

Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingu á lögum nr. 22/2006, um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Frumvarpið felur í sér endurskoðun á því greiðslukerfi sem komið var á árið 2006 með lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna.

Markmiðið með frumvarpinu er að koma betur til móts við aðstæður foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna enda hefur reynslan sýnt að fjölskyldur barna með mjög alvarlega og langvinna sjúkdóma eða fatlanir lenda oft í fjárhagslegum erfiðleikum enda eru tækifæri þeirra til tekjuöflunar takmörkuð af verulegri umönnun barnanna.

Sjá nánar í fréttatilkynningu félagsmálaráðuneytisins, dags. 14.11.2007.