Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Réttur barna til beggja foreldra - Lögheimili barna

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, mun halda erindi á annarri málstofu RBF og félagsráðgjafarskorar HÍ miðvikudaginn 24. október. Yfirskrift erindisins er Réttur barna til beggja foreldra - Lögheimili barna. Þar mun hún fjalla um þær réttarreglur sem gilda um rétt barna til beggja foreldra og þá þróun sem hefur verið í gangi á þessu sviði.

Málstofan verður haldin miðvikudaginn 24. október
kl. 12-13 í Odda stofu 101.

Málstofan er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

RBF er rannsóknasetur í barna- og fjölskylduvernd er rannsókna- og fræðslustofnun. Rannsóknasetrinu er ætlað að vera víðtækur vettvangur rannsókna á sviði félagsráðgjafar, einkum öllu því er lýtur að stefnumörkun, þróun og þjónustu í barna- og fjölskylduvernd sem spannar allt lífsskeiðið frá æsku til efri ára. Sjá nánar á www.rbf.is