Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Norræn ráðstefna um forvarnir og áfengis- og vímuefnamál

Dagana 12. – 13. október nk. verður haldin á Grand Hóteli í Reykjavík norræn ráðstefna auk þátttakenda frá Eystrasaltsríkjunum. Framkvæmd ráðstefnunnar er í höndum Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum og Samstarfsráðs í forvörnum. Að auki leggja ýmis félagasamtök hér á landi og hinum Norðurlöndunum ráðstefnunni lið með ýmsum hætti.
 
Ráðstefnan er ein af árlegum ráðstefnum NordAN (Nordic Alcohol and Drug Policy Network). NordAN er samstarfsvettvangur tæplega eitt hundrað norrænna félagasamtaka og samtaka í Eystrasaltsríkjunum þremur sem starfa að forvörnum og áfengis- og vímuefnamálum. NordAN stendur fyrir sameiginlegum verkefnum félagasamtaka á Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum, tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi í áfengis- og vímuefnamálum og beitir sér fyrir rannsóknum í málaflokknum.
 
Þema ráðstefnunnar í ár ,,Félagasamtök: Þátttaka í opinberri stefnumörkun, samstarf og ábyrgð“ er helgað hlutverki og starfi grasrótarsamtaka. Fjallað er um efnið í formi fyrirlestra og hópavinnu, auk þess sem ýmis samtök sem eiga í formlegu Norðurlandasamtarfi munu nota tækifærið til þess að hittast.
 
Dagskrá, skráning og aðrar upplýsingar er að finna hér á vefsvæðinu www.forvarnir.is.