Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Göngum í skólann

Í þessari viku hófst formlega verkefnið Göngum í skólann sem stendur út októbermánuð. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða á annan virkan hátt til og frá skóla.

Ísland tekur nú í fyrsta skipti þátt í Göngum í skólann-verkefninu en á en árinu 2006 tóku milljónir barna þátt í verkefninu  í fjörutíu löndum víðs vegar um heim.

Bakhjarlar Göngum í skólann-verkefnisins eru Lýðheilsustöð, Umferðarstofa (ásamt móðurskólum í umferðarfræðslu), Ríkislögreglustjórinn, Menntamálaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Heimili og skóli.

Í októbermánuði, ár hvert, eru börn hvött sérstaklega til að nýta sér virkan samgöngumáta, svo sem göngu, til að ferðast til og frá skóla. Markmið verkefnisins eru meðal annars:

  • Að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.
  • Heilbrigður lífsstíll fyrir alla fjölskylduna. Hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.
  • Að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Betra og hreinna loft og öruggari og friðsælli götur og hverfi.
  • Vitundarvakning um ferðamáta og umhverfismál. Hversu ,,gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf? Samfélagsvitund eykst.
  • Að kenna börnum reglur um öryggi á göngu og hjóli.

Sjá nánar á www.gongumiskolann.is.