Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Íslensku barnabókaverðlaunin 2007

Hrund Þórsdóttir er handhafi íslensku barnabókarverðlaunanna 2007 fyrir handrit sitt Loforðið.  Bókin kom út í gær hjá Vöku-Helgafelli.

Hrund Þórsdóttir er 26 ára gömul, menntuð í stjórnmálafræði og blaðamennsku, en Loforðið er frumraun hennar í bókarskrifum. Sagan fjallar um ellefu ára stelpu sem verður fyrir því að missa bestu vinkonu sína. Sagt er frá vináttu stelpnanna, áfallinu og söknuðinum og litla skrýtna lyklinum og loforðinu sem Ásta gefur vinkonu sinni og sver við leynistaðinn að standa við.

Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður 30. janúar 1985 í tilefni af sjötugsafmæli Ármanns Kr. Einarssonar rithöfundar (1915-1999). Dómnefndina skipa auk fulltrúa Eddu, fulltrúar frá fjölskyldu Ármanns Kr. Einarssonar, IBBY á Íslandi og Barnavinafélaginu Sumargjöf. Á lokasprettinum bættust svo við tveir fulltrúar lesenda, stelpa og strákur úr 8. bekk í Digranesskóla. Að þessu sinni bárust 13 handrit í keppnina en alger einhugur var í dómnefndinni um niðurstöðuna.

Umboðsmaður barna óskar Hrund innilega til hamingju með viðurkenninguna.