Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum - Ráðstefna

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á ráðstefnunni Forvarnir eru besta leiðin sem haldin verður í Kennaraháskólanum 24 -25 maí 2007.

Aðstandendur ráðstefnunnar eru Barnaverndarstofa, Blátt áfram, Félag heyrnarlausra, Háskólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Þroskahjálp, Stígamót og Neyðarlínan 112.

 Dagskrá 24 maí 2007

Kl 9:00 Bragi Guðbrandsson Forstjóri Barnaverndarstofu setur ráðstefnuna.

Kl 9:15 Blátt áfram, Svava Björnsdóttir kynnir samstarfsaðila, fyrirlesara og markmið ráðstefnunnar.

Kl 9:30 – 10:30 Kynferðisofbeldi gegn fötluðum og greindarskertum börnum. Samkvæmt erlendum rannsóknum er talið að tölurnar séu um 50 % hærri en ofbeldi gegn ófötluðum börnum.  Shirley Paceley, M.A. A comprehensive approach to reducing risk of sexual abuse of persons with developmental disabilities.  Upplýsingar um Paceley

Kl 10:30 – 11:30 Áhættumat er hluti af forvörnum.  Forvarnir felast í því að takast á við staðreyndir.  Staðreyndin er sú að kynferðisafbrotamenn/konur sækjast eftir því að vinna með börnum.  Við viljum leggja fram leiðir til þess að gera áhættumat á aðstæðum þar sem börn og unglingar koma saman.  Oft eru smávægilegar breytingar allt sem þarf til að tryggja öryggi barna!  John C. Patterson, Senior Program director - risk management in youth serving organizations with a focus on child abuse prevention.

Kl 11:30 – 12:00 Félag heyrnarlausra, Valdís Ívarsdóttir kynnir rannsókn félagsins, hversu mikill munur er á tíðni kynferðis ofbeldis meðal heyrnarlausra og heyrandi barna og forvarnir sem félagið styðst við í dag.

Kl 12:00 - 13:00 Hádegishlé.

Kl 13:00 – 14:00 Ungmenni og kynferðislegt ofbeldi.  Sá hópur sem fer örast vaxandi í kynferðisafbrotum eru ungmenni sem gera sig sek um kynferðislega misnotkun. Við hófum þessa umræðu á síðustu ráðstefnu og munum ræða þetta nánar á þessari ráðstefnu.  Robert E Longo  Tíðni, tafarlaus íhlutun og meðferð.  Upplýsingar um Longo

Kl 14:00 – 15:00 Rannsóknir eru mikilvægar hvað varðar flesta málaflokka.  Því miður hafa ekki verið gerðar nægar rannsóknir á Íslandi hvað varðar tíðni kynferðislegs ofbeldis, forvarnir og meðferðarúrræða.  Við viljum hvetja rannsóknarsamfélagið á Íslandi til dáða og þá sérstaklega til að að einbeita sér að rannsóknum um kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi.  David Burton MSW, Ph.D. - hefur stundað rannsóknir með ungum og fullorðnum gerendum í mörg ár og gert mjög athyglisverðan samanburð á rannsóknum sem og úttekt á meðferðarúrræðum. Upplýsingar um Burton 

Kl 15:00 – 15:15 – Kaffi hlé

Kl 15:15 – 15:30 Ábyrg viðbrögð starfsmanna og sjálfboðaliða sem vinna með börnum og unglingum.  Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af hugrekki og ábyrgð.  Námsefnið Verndarar barna er sérhannað fyrir stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök.  Svava Björnsdóttir

Kl 15:30 – 17:00 Samstarfsaðilar með kynningu. 

Í lok dagskrá 24 maí verður tekið á móti skráningum fyrir námskeið hjá erlendu fyrirlesurunum fyrir þann 25 maí.  Þar fara fyrirlesarar betur yfir efni fyrri dagsins og gefa ráðstefnugestum færi á að taka þátt í umræðum.

Dagskrá 25 maí 2007

Hægt er að velja um skráningu og þátttöku á eitt af fjórum námskeiðum.

Skráning kl 8:30

kl 9:00 – 12:00  Námskeið

kl 12:00 – 13:00 Matur

Kl 13:00 – 14:30 Framhald af Námskeiði

  • Námskeið A:  Shirley Paceley, M.A- A comprehensive approach to reducing risk of sexual abuse of persons with developmental disabilities.
  • Námskeið B:  John C. Patterson, Senior Program director - risk management in youth serving organizations with a focus on child abuse prevention.
  • Námskeið C:  Robert E Longo og Debbie Longo.  Kynferðislegt ofbeldi og ungir gerendur.  Tíðni, tafarlaus íhlutun og meðferð. 
  • Námskeið D:  David Burton MSW, Ph.D. - hefur stundað rannsóknir með ungum og fullorðnum gerendum í mörg ár og gert mjög athyglisverðan samanburð á rannsóknum sem og úttekt á meðferðarúrræðum.

Kl 14:45 – 16:30 Ráðstefnu lokað með samantekt og áskorun.

Upplýsingar um verð, skráningu o.fl. hér á síðu Blátt áfram.