Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tannheilsa barna og unglinga - Rannsóknarniðurstöður

Í gær voru kynntar fyrstu niðurstöður MUNNÍS – landsrannsóknar á munnheilsu barna á Íslandi - á fundi hjá Lýðheilsustöð.  Með MUNNÍS-rannsókninni hafa fengist mjög áreiðanlegar upplýsingar um það hvernig tannheilsu barna og ungmenna á Íslandi er nú háttað.  Megintilgangur rannsóknarinnar var að mæla tíðni tannátu og glerungseyðingar hjá börnum og unglingum auk þess sem aflað var upplýsinga um glerungsgalla, tannáverka, tannmissi og sjúkdóma í mjúkvefjum.  Fyrri rannsóknir sýndu jákvæða þróun í átt að góðri tannheilsu barna á Íslandi en niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að þarna er ástæða er til að hafa áhyggjur af gangi mála.  Tannheilsa íslenskra barna og unglinga verst á öllum Norðurlöndunum

Nánar í frétt 31.01.2007  á vef Lýðheilsustöðvar