Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Vísindi handa fjölskyldum

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á fimm námskeiðum sem Endurmenntun HÍ, Vísindavefurinn og Orkuveita Reykjavíkur standa fyrir á tímabilinu 3. febrúar - 3. mars.  Námskeiðin fjalla á aðgengilegan hátt um vísindaleg viðfangsefni en heiti námskeiðanna eru:

Undur Íslands - Hvernig varð Ísland til? 
Undraheimur risaeðla
Undur stjörnufræði og alheimsins
Undur mannslíkamans
Eðlisfræði íþróttanna

Með þessum námskeiðum er ætlunin að höfða til ungs fólks á aldrinum 10-14 ára og hvetja foreldra og forráðamenn til að eyða laugardagseftirmiðdegi með börnunum sínum og kynna sér vísindi á mannamáli.