Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Skólaganga barna með sérþarfir - Málþing Sjónarhóls

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á málþingi Sjónarhóls fimmtudaginn 8. febrúar 2007, kl. 13 – 16.30:
 
Hver ræður för?
Virðing og samvinna í þjónustu við fjölskyldur barna með sérþarfir. 
Skólaganga barna með sérþarfir
 
Málþingið er haldið í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2, Grafarholti.  Þátttaka er endurgjaldslaus.
 
Dagskrá:
 
Fundarstjóri:      Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður
 
13.00-13.10          Ávarp.  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra
13.10-13.25          Samskipan og félagsauður.  Andrés Ragnarsson, formaður stjórnar Sjónarhóls
13.25-13.45          Nýr skóli – nýjar aðferðir.  Alda Arnardóttir og Pétur Eggerz, foreldrar barns í Norðlingaskóla
13.45-14.05          Hvert er framlag KHÍ til þekkingarsköpunar og menntunar kennara á sviði sérkennslu og skóla án aðgreiningar?  Dóra S. Bjarnason, prófessor við Kennaraháskóla Íslands
14:05-14:25          Félagsleg þörf.  Gyða Þórdís Þórarinsdóttir, móðir langveiks og hreyfihamlaðs drengs  
14:25-14:45          Hjá hverjum á þekkingin að liggja?   Birna H. Bergsdóttir,móðir drengs með Down’s heilkenni                      
14.45-15.05          Kaffi og veitingar
15.05-15.25          Skólinn og lífið.  Ingibjörg Auðunsdóttir, móðir og kennsluráðgjafi á skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri og Karl Guðmundsson, sonur og nemandi með CP á 4. ári í VMA
15.25-15.45          Upplifun og reynsla unglinga og fullorðinna með AD(H)D – rannsókn.    Ágústa Ingþórsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
15.45-16.05          Ég veit ekki hvor er mér verri, óvissan þá eða skilningurinn í dag.  Anton Rafn Gunnarsson, fullorðinn með Tourette heilkenni
16.05-16.20          Eftirminnilegir hlutir frá skólagöngu minni.  Leifur Leifsson, 22 ára frá Reykjavík
16.20-16.30          Samantekt og lok málþings.  Ásgerður Ólafsdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu
 
Skráning á www.sjonarholl.net fyrir 6. febrúar.