Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Bætt samskipti á Netinu - auglýsingaherferð

Gættu að hvað þú gerir á Netinu!  Það sjá það allir. 

Umboðsmaður barna vill vekja athygli á góðu framtaki AUGA og SAFT sem er vakningarverkefni á vegum HEIMILIS OG SKÓLA.
 
Bætt samskipti á netinu er megininntak auglýsingaherferðar sem hafin er í prentmiðlum, útvarpi og sjónvarpi. AUGA, góðgerðasjóður auglýsenda, auglýsingastofa og fjölmiðla tekur að þessu sinni höndum saman við SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun.
 
Það er áhyggjuefni að venjulegt siðferði og samskiptahættir virðast ekki hafa færst yfir á samskipti fólks á Netinu, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna.  Ljótt orðbragð, nafnlausar svívirðingar og einelti og eru dæmi um þetta.   Auglýsingarnar eiga að minna á þá staðreynd að allt sem við setjum á Netið sé opinber birting og geti ekki talist einkamál, þess vegna verðum við að vera reiðubúin að standa fyrir því sem setjum frá okkur.
 
Markmiðið með herferðinni er að hvetja til heilbrigðari samskipta á Netinu.  Megináhersla er lögð að vekja almenning til umhugsunar um nauðsyn þess að nota sömu viðmið í samskiptum sínum, hvort sem er í hinum áþreifanlega veruleika eða í netheimum.  Til þess að ná markmiðinu er mikilvægt að koma á einföldum reglum um samskiptatækni sem notuð er á Netinu. Um það snúast lykilorðin fimm:

1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert
2. Komdu fram við aðra eins og þú villt láta koma fram við þig
3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er
4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf
5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu

Nánar á vef Heimilis og skóla og  hér á www.saft.is 

 
Stofur innan vébanda SÍA leggja til vinnu, auglýsendur fjármagn og fjölmiðlar leggja til birtingarpláss. Vodafone kostar að þessu sinni birtingu herferðarinnar um bætt samskipti á netinu.
 
Þess má geta að árið 2004 gaf umboðsmaður barna út veggspjaldið Þú getur líka lent í Netinu í samstarfi við þrjár stúlkur í 10. bekk Hagaskóla.