Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Árleg skýrsla UNICEF komin út

Út er komin hin árlega skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, The State of World Children 2007.  Að þessu sinni fjallar skýrslan um mismunun og áhrifaleysi kvenna.   Fjallað er um orsakir og afleiðingar kynjamisréttis og bent á leiðir til að útrýma kynjamisrétti og auka áhrif kvenna og barna.  Samkvæmt skýrslunni leiðir jafnrétti kynjanna  til "tvöfalds arðs" bæði fyrir konur og börn.  Aukið jafnrétti kynjanna á heimilinu, á vinnustöðum og í stjórnmálum er því nauðsynlegt til að bæta heilbrigði, menntun og velferð barna.

Skýrsluna og upplýsingar á margmiðlunarformi er hægt að nálgast hér á alþjóðlegri síðu Barnahjálparinnar.