Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Lög um ættleiðingarstyrki

Á Alþingi hefur verið samþykkt frumvarp félagsmálaráðherra um ættleiðingarstyrki.  Greiðslur ættleiðingarstyrkja að fjárhæð 480.000 krónur hefjast við gildistöku laganna, 1. janúar næstkomandi.  Rétt til styrks eiga þeir kjörforeldrar barna sem ættleidd eru frá og með 1. janúar 2007 og hafa fengið útgefið forsamþykki í samræmi við lög um ættleiðingar.

Frumvarpið var samþykkt með þeirri einu breytingu að skilyrði um milligöngu löggilts ættleiðingafélags var fellt út og í staðinn kveðið á um að lögin taki ekki til alþjóðlegra fjölskylduættleiðinga.  Með því er átt við ættleiðingu á barni sem býr í öðru ríki en er í fjölskyldutengslum við eða er barn annars umsækjanda.  Ættleiðingarstyrkirnir verða undanþegnir staðgreiðslu skatta.  Leyfður verður frádráttur frá tekjum sem byggist á sannanlegum kostnaði sem fólk þarf að standa undir við ættleiðingu barns.  Styrkumsóknum á að beina til Vinnumálastofnunar.

Sjá lög um ættleiðngarstyrki, samþykkt á Alþingi 9. desember 2006