Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Raddir fatlaðra barna

Raddir fatlaðra barna – Málþing á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum verður haldið í Norræna húsinu, 3. nóvember 2006  kl. 14-17.  Málþingið er opið öllum og án endurgjalds.

Dagskrá
Fundarstjóri: Guðmundur Magnússon, formaður ferlinefndar Öryrkjabandalags Íslands
14.00 – 14.10  Setning
Hanna Björg Sigurjónsdóttir, lektor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands
14.10 – 15.10  Hvað segja alþjóðlegar rannsóknir um sjónarhorn og reynslu fatlaðra barna?
Kirsten Stalker dósent við Strathclyde University, Skotlandi
15.10 – 15.30  Börn, ungmenni og fötlun
Íslensk rannsókn á æsku og uppvexti fatlaðra barna og ungmenna
Rannveig Traustadóttir prófessor við Háskóla Íslands
15.30 – 15.50  Kaffi
15.50 – 16.10  Reynsla barna sem tala táknmál
Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra
16.10 – 16.30  Hvað segja hreyfihamlaðir nemendur um skólann sinn?
Snæfríður Þóra Egilson dósent við Háskólann á Akureyri
 
Þeir sem þurfa táknmálstúlk vinsamlegast hafið samband við Sigrúnu Eddu Theódórsdóttur, táknmálstúlk, netfang set1@hi.is. s. 535 5168 eða Hrefnu K. Óskarsdóttur, verkefnisstjóra, netfang hko@hi.is, s. 898 5356