Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Hlífum barninu við ónauðsynlegu áreiti

Heilræði febrúarmánaðar tengist því mikla magni upplýsinga og áreiti sem dynur á börnum og unglingum.  Börn eru eðlilega forvitin og næm á umhverfi sitt.  Þó að það sé ekki ætlunin, verða þau oft vitni að ýmsu sem þau hafa ekki þroska til að takast á við.  Þar má nefna deilur foreldra, áhyggjur af fjármálum, ofbeldi og siðlaust efni í fjölmiðlum.

Foreldrum ber að vernda börnin gegn hvers konar skaðlegum upplýsingum og þeir ráða mestu um hvað barnið þitt horfir á, les og heyrir inni á heimilinu.  Í þessu samhengi er mikilvægt að staðsetja tölvur og sjónvörp þar sem foreldrar geta haft eftirlit með því sem þar fer fram, fara eftir aldursmerkingum á tölvuleikjum og mynddiskum og gæta orða sinna og athafna í návist barnanna.

Foreldrar bera auðvitað fyrst og fremst ábyrgð á  velferð barna sinna en nauðsynlegt er að samfélagið í heild hjálpist að við að bjóða unga fólkinu upp á góð uppeldisskilyrði þar sem hlúð er að siðferðisvitund og virðingu. 

Ábyrgðin og barnið - Verndum bernskuna.  Grein eftir Kristín Helgu Gunnarsdóttur, birt í Morgunblaðinu 4. febrúar 2006.