Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Að eignast systkin

Það er ekki alltaf auðvelt fyrir börn að eignast systkin.  En með góðum undirbúningi fyrir komu nýbura geta foreldrar ýtt undir jákvæða reynslu eldra barns/barna.  Það stuðlar að betri tengslamyndun á milli systkina og jákvæðri hegðun eldra systkinis í garð nýja barnsins auk þess að minnka líkur á afbrýðisemi.  Börn sem alast upp við ástríka leiðsögn, aga og hafa lært að deila með öðrum eru líkleg til að þróa með sér jákvæða, sterka sjálfsmynd sem hjálpar þeim að þykja vænt um og njóta systkina sinna alla ævi.

Miðstöð heilsuverndar barna hefur gefið út bæklinginn "Að eignast systkin.  Minnispunktar fyrir foreldra og aðra uppalendur".  Í honum eru mjög góðar leiðbeiningar um það hvernig er hægt að gera komu nýbura sem ánægjulegasta fyrir eldri systkin.  Bæklinginn er hægt að sækja hér.