16. mars 2016

20. nóvember helgaður fræðslu um mannréttindi barna

Alþingi hefur samþykkt tillögu um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, sem lögð var fram af talsmönnum barna á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt tillögu um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna, sem lögð var fram af talsmönnum barna á Alþingi. Tillöguna í heild sinni má nálgast hér á vef Alþingis.

Umboðsmaður barna telur það afar ánægjulegt að tillagan hafi verið samþykkt. Í henni  felst  að innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra skuli beita sér fyrir því að afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna – 20. nóvember – verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins.

Að mati umboðsmanns barna er þetta mikilvægt skref í þá átt að auka vægi mannréttindafræðslu í skólum landsins og vonar hann að þetta leiði til aukinnar þekkingar á réttindum meðal barna, foreldra og starfsfólks skóla. 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica