8. mars 2006

1717 - ráðgjöf fyrir börn og unglinga

Nú stendur yfir átaksvika Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þar sem sjónum er beint að börnum og ungu fólki og réttindum þeirra.

Nú stendur yfir átaksvika Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þar sem sjónum er beint að börnum og ungu fólki og réttindum þeirra.  Tilgangur átaksvikunnar er m.a. að minna börn og unglinga á að þau geta fengið ráðgjöf og upplýsingar um úrræði sem standa þeim til boða með því að hringja í Hjálparsímann 1717. 

Hjálparsíminn 1717 gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf og hlustun fólki á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda t.d. vegna þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana.  Hjá 1717 er fólki gert kleift að opna á viðkvæm málefni í nafnleynd og trúnaði.  Flest símtölin frá börnum og unglingum eru vegna félagslegra vandamála en einnig berast mörg símtöl vegna þunglyndis, fíkniefnavanda, einmannaleika, eineltis og heimilisofbeldis.  Unglingar hringja einnig gjarnan með spurningar um kynlíf, þunganir og getnaðarvarnir og margir eru að velta fyrir sér sjálfsmynd sinni og kynhneigð.


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica