21. október 2011

1700 börn hafa fengið kynningu

Það sem af er hausti hefur umboðsmaður barna ásamt starfsmanni farið í fjölmargar heimsóknir í skóla.

Það sem af er hausti hefur umboðsmaður barna ásamt starfsmanni farið í fjölmargar heimsóknir í skóla. Í þessum heimsóknum er starfsemi embættisins kynnt og fjallað um réttindi barna ásamt þeim skyldum sem fylgja réttindunum. Þá er verkefnið "Verum vinir" kynnt og fjallað um vináttu, samkennd og vinaleysi. Þetta er gert með glærukynningum, leikjum og sýningu myndbanda. Nú síðast voru rúmlega 500 börn á Suðurnesjum heimsótt en allt frá skólabyrjun í haust hefur umboðsmaður hitt rúmlega 1700 börn. Heimsóknir munu halda áfram á næstu vikum.

 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica