Barnaþing 2019

Fyrsta barnaþingið var haldið í Hörpu 21. og 22. nóvember árið 2019. Þingið var haldið með þjóðfundarformi og fengu börnin fullt frelsi til þess að koma sínum áhersluatriðum á framfæri. Send voru boðsbréf til 500 barna á Íslandi en samtals voru 153 börn skráð á þingið. Ákveðið var að velja börn á þingið með slembivali úr Þjóðskrá til þess að fá til þátttöku fjölbreyttan hóp barna frá öllu landinu. Auk þeirra var börnum sem tilheyra ákveðnum minnihlutahópum sérstaklega boðið að taka þátt. Með þessari aðferð fékkst hópur barna sem endurspeglar margbreytileika barna í landinu.

Fyrir barnaþingið óskaði umboðsmaður eftir borðstjórum á aldrinum 18 - 30 ára. Ríkar kröfur voru gerðar til umsækjenda um reynslu af starfi með börnum og ungu fólki. Haldnir voru tveir fræðslufundir fyrir barnaþingið með borðstjórum þar sem þeir fengu þjálfun og upplýsingar um sitt hlutverk.

Undirbúningur barnaþingmanna fór fram á netinu í gegnum vefkerfið Basecamp. Þar gátu þau nálgast fræðslu um helstu áhersluatriði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og skipulag þingsins. Auk þess sem þau gátu kynnst hvert öðru. Fjórir undirbúningsfundir voru haldnir fyrir barnaþingið en auk þeirra voru átta verkefni lögð fyrir börnin. Þátttaka í verkefnum og á fundum var valfrjáls.

Núna fáum við rödd í samfélaginu, höfum áhrif innan þess, og fáum að hjálpa til við að bæta það sem þarf. - Þátttakandi á barnaþingi 2019

Á næsta barnaþingi sem haldið verður árið 2021 mun sérstaklega vera gerð grein fyrir því með hvaða hætti sjónarmið barnaþingmanna, frá barnaþingi 2019, hafa haft áhrif á stefnumótun stjórnvalda.

Hér má nálgast dagskrá barnaþings 2019 í Hörpu.

Myndir frá barnaþingi 2019

Fjölmiðlaumfjöllun um barnaþing

Töluverð fjölmiðlaumfjöllun var um barnaþingið 2019, sjá lista hér fyrir neðan.

Teikningar frá barnaþingi 2019

Teikning af strák sem segir "bjarga dýrum sem eru í útrýmingarhættu"

Elín Elísabet teiknari fangaði augnablik barnaþings 2019 með sínum stórkostlegu teikningum. Teikningarnar er hægt að skoða í heild sinni hér. Nánari upplýsingar um Elínu Elísabetu er að finna á vefsíðu hennar hér.

Vá allar hugmyndir eru góðar hugmyndir - teikning af stelpu

Myndband frá barnaþingi

https://youtu.be/MWGhC6-WiT4

Niðurstöður barnaþings

Niðurstöður barnaþings voru afhentar ráðherrum þann 8. maí 2020.

Skýrsla með niðurstöðum barnaþings.

Myndband frá afhendingunni

https://youtu.be/KjRC4WWGgOQ


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica