Upplýsingar um bið eftir þjónustu

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna í samvinnu við ýmsa aðila. 

Umboðsmaður barna birtir nú í áttunda sinn upplýsingar um bið barna eftir þjónustu.

Löng bið eftir þjónustu við börn hefur verið viðvarandi vandamál til margra ára. Með það að markmiði að varpa ljósi á raunverulega stöðu barna hefur umboðsmaður barna, frá því í desember 2021, staðið fyrir reglulegri upplýsingaöflun um þann fjölda barna sem bíður eftir þjónustu hjá tilteknum aðilum.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru Barna- og fjölskyldustofa, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, Geðheilsumiðstöð barna, Ráðgjafar- og greiningarstöð, Barna- og unglingageðdeild LSH, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Heilsuskóli Barnaspítalans og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Þar að auki birtir embættið nú í fyrsta skipti upplýsingar um bið eftir sálfræðiþjónustu hjá heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni. Það eru heilbrigðisstofnanir Norðurlands, Suðurlands, Vesturlands, Suðurnesja, Austurlands og Vestfjarða.

Umboðsmaður barna starfar samkvæmt lögum um umboðsmann barna nr. 83/1994 og hefur það hlutverk að standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi barna. Liður í því er að afla og miðla gögnum og upplýsingum um aðstæður barna og stöðu tiltekinna hópa barna hverju sinni í samvinnu við ýmsa aðila. Hluti af þeirri vinnu er að gera aðgengilegar á einum stað upplýsingar um þann fjölda barna sem bíður eftir tiltekinni þjónustu hverju sinni. Upplýsingarnar eru uppfærðar á sex mánaða fresti til að fylgjast með þróuninni.

Það er von umboðsmanns barna að birting þessara upplýsinga muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvatning til aðgerða og úrbóta. Söfnun og birting upplýsinganna er jafnframt liður í því hlutverki umboðsmanns að stuðla að frekari innleiðingu Barnasáttmálans.

Skýrsla um samanburð á milli ára - útgefin 26. febrúar 2024.

Bið eftir þjónustu

Tölur uppfærðar 29.09.2025. 

Barna- og fjölskyldustofa (áður barnaverndarstofa)

Tölur frá 31.08.2025 Fjöldi barna Meðalbiðtími (dagar)

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði

Stuðlar, meðferðardeild1  0  15  0
Stuðlar, neyðarvistum2 0 0 0
MST3 8 51,6 1
Styrkt fóstur4 8 111 4
Lækjarbakki5 0 0
 Bjargey6 1 21 0
 SÓK7 1 42 1
 Blönduhlíð8 1 64

Sokrett

Bid.bofs2

Meðalbiðtími frá því að fullbúin umsókn barst og þar til að barn innritaðist á meðferðardeild Stuðla á tímabilinu 1. september 2024 til 1. september 2025 var 15 dagar. Umsóknir eru teknar fyrir á vikulegum inntökufundum. Í einhverjum tilfellum er óskað eftir ákveðnum innskriftardögum, ekki fyrsta mögulega degi. Á tímabilinu voru 7 börn í meðferðarvistun á Stuðlum.

Rýmum á lokaðri deild Stuðla var fjölgað undir lok ársins 2018 úr 6 í 8 til að bregðast við endurteknum frávísunum vegna plássleysis. Síðan þá hefur engum börnum verið vísað frá lokaðri deild Stuðla. Eftir brunann þann 19. október sl. fækkaði rýmum aftur og hefur fjöldi þeirra ekki verið stöðugur síðan þá. Það hefur því miður komið fyrir að börnum hefur verið vísað frá eftir bruna en allt kapp er lagt á að það gerist ekki.  Vistunartími var styttur í 7 daga til reyna að koma í veg fyrir frávísanir.

Miðað er við frá því umsókn berst Barna- og fjölskyldustofu. Meðalbiðtími barna sem nú eru á biðlista 31.8.25 eru 51,6 dagar. Af þeim 8 börnum sem nú eru á bið er eitt barn sem hefur beðið lengur en þrjá mánuði. Skýringar eru á löngum biðtíma þessa barns þar sem það var sameiginleg ákvörðun MST, barnaverndar og fjölskyldu að setja umsókn á bið vegna betri stöðu í því máli. Ef þetta mál er tekið út er meðalbiðtími þeirra 7 barna sem eftir standa að meðaltali 42,4 dagar.

Vert er að nefna að biðtími getur lengst í sumum málum þar sem umsókn berst að vori og meðferð hefst ekki fyrr en að hausti, t.d. þar sem skólavandi er mikill og í samráði við fjölskylduna er talið betra að hefja meðferð þegar skólinn byrjar að hausti. Í einstaka tilvikum getur lengd biðtíma orsakast af aðstæðum hjá fjölskyldum og barnavernd óskar eftir því að beðið sé með að meðferð hefjist. Þegar umsókn berst um MST þurfa teymisstjórar að fara ásamt starfsmanni barnaverndarþjónustu í heimsókn til fjölskyldu til að kynna MST og meta nánar vanda barns út frá viðmiðum MST.

Í MST starfa 3 teymi með fjórum meðferðaraðilum hvert. Teymin geta haft um 48-60 mál í meðferð hverju sinni fyrir utan sumarleyfistímann. Umsóknir sem koma inn að vori gætu þurft að bíða lengur. Meðferðartíminn í MST er að jafnaði 3-5 mánuðir, meðalmeðferðartími í MST hefur verið um 4 mánuðir.

Síðastliðið árið, 01.09.2024 til 31.08.2025, bárust alls 50 umsóknir um styrkt fóstur, þar af voru 32 umsóknir samþykktar, en öðrum ýmist synjað eða dregnar til baka. Börn á biðlista eftir fósturheimili eru í dag 8. Meðaltímalengd þeirra á biðlistanum er 111 dagar. Miðgildi er 76, lægsta gildi 17 og hæsta gildi 365. Á tímabilinu hefur meðalbiðtími mála frá umsókn þar til barn fer á fósturheimili verið 52 dagar frá því að umsókn berst. Þá er mikilvægt að árétta að ekki er um eiginlega biðlista að ræða í styrktu fóstri. Ferlið fer þannig fram að sótt er um styrkt fóstur og þá hefst vinna við að finna fósturforeldra sem henta þörfum barnsins.

Meðferðarstarf i nafni Lækjarbakka hefur ekki farið fram frá því í maí í fyrra, eða sl. 15 mánuði. Til stendur að opna það meðferðarheimili í Gunnarsholti snemma á næsta ári.

6  Bjargey sinnir framhaldsmeðferð fyrir stúlkur. Meðalbiðtími frá því að fullbúin umsókn barst og stúlka innritaðist á meðferðarheimilið var 21 dagur. Á tímabilinu voru 6 stúlkur í meðferðarvistun á Bjargey. Tvær komu aftur í meðferð eftir útskrift.

Sálfræðiþjónusta vegna óviðeigandi kynhegðunar (SÓK) er úrræði Barna- og fjölskyldustofu fyrir börn allt að 18 ára aldri sem sýna óviðeigandi eða skaðlega kynhegðun. Þjónustan er í höndum teymis sálfræðinga sem sérhæfa sig á þessu sviði og hafa náið samstarf sín á milli. 1 barn bíður eftir fyrsta viðtali. Meðalbiðtími í málum sem hófu meðferð á tímabilinu 1. september 2024 til 1. september 2025, frá því að fullbúin umsókn lá fyrir til fyrsta viðtals var að meðaltali 42 dagar og spannaði frá 7 upp í 152 daga (þessi síðari tala er útlagi og eina barnið sem beðið hefur lengur en 3 mánuði).

8Meðferðarheimilið Blönduhlíð sinnir meðferð og greiningu. Það tók á móti sínum fyrstu skjólstæðingum þann 11. febrúar í ár. Reiknaður meðalbiðtími tekur engu að síður mið af tímabilinu 1. september 2024 til 1. september 2025 þar sem umsóknir um meðferð bárust allan þann tíma. Sl. haust og fram að opnun Blönduhlíðar var staðan í meðferðarkerfi BOFS slæm. Starfsemi Lækjarbakka lá niðri og því ekkert meðferðarheimili til sem sinnti framhaldsmeðferð fyrir drengi. Varð það til þess að Stuðlar urðu að sinna því hlutverki að hluta um leið og þar voru vistuð börn í gæsluvarðhaldi og til afplánunar. Við þetta bættist að rýmum á Stuðlum fækkaði eftir brunann þann 19. október sl. Af þessum sökum fjölgaði börnum sem biðu eftir fyrstu meðferð jafnt og þétt þar til að Blönduhlíð opnaði. Meðalbiðtími á ofangreindu tímabili var 64 dagar. Á tímabilinu voru 17 börn í meðferðarvistun á Blönduhlíð.

Barnahús

Tölur frá 31.08.2025Fjöldi barnaMeðalbiðtími
(dagar)
Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Skýrslutaka*---
Könnunarviðtal**-1 - 14-
Meðferð***2500
Flokkur 1229815
Flokkur 23521

* Þegar beiðni um skýrslutöku berst frá héraðsdómi er strax bókaður tími sem hentar.

** Beiðnir eru teknar fyrir vikulega og í kjölfarið haft samband við barnarvernd og bókaður tími.
Bið í könnunarviðtal er í mesta lagi 2 vikur en alla jafna styttri.

*** Brotin eru flokkuð eftir alvarleika, frá 1-2 þar sem flokkur 1 er í forgangi.

Nánari upplýsingar um Barna- og fjölskyldustofu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ekki er hægt að kalla fram upplýsingar úr gagnagrunni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um hversu lengi börn sem eru sakborningar eða brotaþolar bíða eftir fyrsta viðtali en vonir standa til að það verði hægt innan tíðar. Upplýsingar í töflunni sýna bráðabirgðatölur um fjölda barna sem eru með stöðu sakbornings eða brotaþola í kynferðisbrota- og ofbeldismálum eftir árum. 

Sakborningar - ólögráða

   2025* 2024 2023 2022  2021 2020 2019   2018  2017 2016  2015
Kynferðisbrot  12
20  13 19 20 21 20 16 14 17
Ofbeldisbrot  122150  121 128 116 102 94 100 97 75 74 

*Til og með 30. júní 2025

Sakbthr

Brotaþolar - ólögráða

   2025*2024   2023 2022 2021 2020 2019 2018 2017 2016  2015
Kynferðisbrot  40 82 78 89 160 65 91 53 45 72 68
Ofbeldisbrot  110167  135 124 142 113 105 92 106 89 112 

*Til og með 30. júní 2025

Brotththr

Vefsíða lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Geðheilsumiðstöð barna (áður Þroska- og hegðunarstöð) 

 GMB teymi - tölur frá 09.09.2025 Fjöldi barna  Meðalbiðtími í mánuðum  Börn sem hafa beðið í 3+ mánuði
 Athugun vegna gruns um ADHD og athugun vegna gruns um ADHD og einhverfu  169712,7 mánuðir  1560
 Athugun vegna gruns um einhverfu 750 19,3 mánuðir 708
 Mat og ráðgjöf læknis 41 2,9 mánuðir 31
 Ráðgjafar- og meðferðarteymi 35 1,9 mánuðir 19
 Fjölskylduteymi 0-5 ára 58 3,5 mánuðir 37
 Heildarfjöldi á biðlista 2498   2211

Ath: Barn getur verið á bið í fleiru en einu teymi og því er samanlagður fjöldi beiðna í teymum hærri en heildarfjöldi barna á bið. Biðtími er breytilegur eftir umfangi beiðna og nýlega voru biðlista upplýsingar uppfærðar sem sýna meðalbiðtíma.

Heildarfjoldi-bb.GMB

Nánari upplýsingar um Geðheilsumiðstöð barna.

Ráðgjafar- og greiningarstöð

  Fjöldi barna á bið eftir þverfaglegri greiningu Meðalbiðtími (mánuðir) 

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði


Börn á leikskólaaldri 419 25,7 395
Börn í grunn- og framhaldsskólum 298 21 279


Ráðgjafarsvið: 

Sjö börn á aldrinum 4 til 14 ára eru á bið eftir ráðgjöf.* 

*Breytt verklag, óska þarf sérstaklega eftir ráðgjöf fyrir börn á forskólaaldri

Nánari upplýsingar um Ráðgjafar- og greiningarstöð.

Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL)

September 2025 Fjöldi barna  Meðalbiðtími - mánuðir Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði 
Göngudeild BUGL 35 1,9 7*

Þar af transteymi BUGL

14 x x
Átröskunarteymi BUGL  3 0

*Öll komin með bókaðan tíma á göngudeild á næstu dögum

Bugl.heildarfjoldi

BUGL veitir börnum og unglingum með geð- og þroskaraskanir margvíslega þjónustu.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Mál er varða hag barna, barn ekki aðili máls.

Tölur uppfærðar 29. september 2025

Á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu (SMH) eru m.a. meðhöndluð erindi foreldra er varða framfærslu barna, umgengni, sambúðarslit, skilnað, skipta búsetu, forsjá, lögheimili eða utanlandsferð. Við meðferð slíkra mála kann að reyna á sáttameðferð, ráðgjöf og fleiri úrræði samkvæmt barnalögum. Þá eru meðhöndluð hér mál á grundvelli ættleiðingarlaga og lögræðislega. Börnin sjálf eru ekki aðilar þessara mála, í merkingu stjórnsýslunnar, en málin varða hagsmuni þeirra. 

Yfirlit yfir mál hjá SMH á grundvelli barnalaga eða hjúskaparlaga, sem hafa stofnast en bíða meðferðar, þar sem aðilar máls eiga barn eða börn sem erindi foreldra varðar eru eftirfarandi:


  Fjöldi mála er bíður meðferðar  Fjöldi barna

Meðalbiðtími í mánuðum

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði 
Mál SMH á grundvelli barnalaga og hjúskaparlaga 390 464 * 218
Mál SMH á grundvelli ættleiðingarlaga 5** 5 5,5*** 5

Mál SMH á grundvelli lögræðislaga

26 26 **** 22
Sáttameðferð (allir sýslumenn) 160 203 6***** 57
Önnur mál sérfræðinga skv. barnalögum (allir sýslumenn) 14 17 4****** 3

Bið barna eftir þjónustu:

*Ómögulegt er að veita svör um meðalbiðtíma þar sem biðtími mála er mjög misjafn, m.a. eftir málategundum. Þannig eru sum mál tekin til afgreiðslu innan nokkurra daga en önnur þurfa að bíða. Það mál sem hefur beðið lengst var móttekið hjá embættinu þann 18. febrúar 2025.

**Hér eru einungis taldar beiðnir ættleiðingar á tilgreindum börnum, þ.e. einstaklinga sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Ekki eru talin mál sem varða ótilgreind börn eða stjúpættleiðingar fullorðinna.

***Meðaltími sem málin hafa þegar beðið. Elsta málið hefur beðið í átta mánuði. Þess má vænta að málin komi öll til afgreiðslu fljótlega, þannig að meðalbiðtími þeirra verði sá sem er tilgreindur.

****Ekkert verður fullyrt um meðalbiðtíma þessara mála þar sem þeim er forgangsraðað þannig að þau mál sem ekki þola bið fá afgreiðslu fljótlega frá því að beiðni berst.

*****Erfitt er að fullyrða um meðalbiðtíma þar sem fjöldi mála fá forgang, s.s. dagsektarmál, aðfararmál o.fl. Uppgefinn biðtími tekur því einungis til þeirra mála sem ekki fá forgang.

 ******Erfitt að fullyrða um meðalbiðtíma, þar sem fjöldi mála fá forgang, s.s. eftirlit með umgengni o.fl. Uppgefinn biðtími tekur því einungis til þeirra mála sem hafa þurft að bíða afgreiðslu.


  • Samkvæmt 46. gr. b barnalaga 76/2003 ber sýslumanni að bregðast við ef barn missir foreldri sitt. Ber sýslumanni að kanna tengsl barns við vandamenn, veita barni og forsjáraðila tækifæri til að mæta á fund sýslumanns og veita leiðbeiningar um umgengnisrétt. Mál á grundvelli 46. gr. b sem bíða meðferðar hjá SMH eru hér að neðan. Boðið er upp á viðtal þegar fjórir mánuðir eru liðnir frá andláti foreldris og eru mál á bið talin þau sem lengri tími er liðinn án þess að þjónusta hafi verið boðin.

  • Samkvæmt 74. gr. barnalaga 76/2003 getur sýslumaður óskað eftir því við sérfræðing að taka viðtal við barn og gera um það skýrslu. Fjöldi slíkra beiðna og staða mála á bið eru hér að neðan. Það skal tekið fram að hér er um að ræða mál alls landsins. Biðtími er talinn frá því að mál stofnast og þar til það er tekið til meðferðar.

  • Samkvæmt 33. gr. b barnalaga 76/2003 getur barn óskað þess að sýslumaður bjóði foreldrum samtal um fyrirkomulag forsjár, lögheimlis búsetu og umgengni. Biðtími er talinn frá því að mál stofnast og þar til það er tekið til meðferðar




Fjöldi mála er bíður meðferðar Fjöldi barna

Meðalbiðtími í mánuðum

Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Mál skv. 46. gr. b. barna-laga 0 0 0 0
Viðtal við barn
skv. 74. gr. barnalaga (a
5 6 2 1
Samtal að frumkvæði barns, 33. gr. barnalaga  0  0  0  0

Heilsugæslan 

Höfuðborgarsvæðið

Bið eftir þjónustu sálfræðinga hjá heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins.

  Fjöldi barna

Meðalbiðtími, dagar Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga
195 149 138

Landsbyggðin

Bið eftir þjónustu sálfræðinga hjá heilsugæslustöðvum landsbyggðarinnar.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands

 Fjöldi barna Meðalbiðtími, dagar Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga 113 119 72

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

  Fjöldi barna Meðalbiðtími, dagarFjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði 
Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga  106 60 – 320 dagar* 83
* HSU sinnir 9 stöðvum sem eru staðsettar frá Þorlákshöfn að Höfn. Á sumum stöðvum er styttri bið eftir 1. línu sálfræðiþjónustu en í Árborg sem er fjölmennasta svæðið er biðtíminn lengstur.


Heilbrigðisstofnun Vesturlands

 Fjöldi barna Meðalbiðtími, dagar Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði 
Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga 20 um 135 dagar 6

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja

 Fjöldi daga Meðalbiðtími, dagar  Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
 Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga 15 um 120 dagar 7

Heilbrigðisstofnun Austurlands

 Fjöldi daga Meðalbiðtími, dagar Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga  25 um 150 dagar 17

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

  Fjöldi daga Meðalbiðtími, dagarFjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði 
 Börn í bið eftir þjónustu sálfræðinga 428-70 dagar 0

Born



Heilsuskóli Barnaspítala Hringsins

  Fjöldi barna Meðalbiðtími, mánuðir Fjöldi barna sem hafa beðið lengur en 3 mánuði
Börn í bið eftir þjónustu Heilsuskólans 81 9,7

50

Heilskoli1

Bid.heilsuskoli2

Í Heilsuskólanum er fjölskyldum kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun og viðhalda breytingum ásamt því að bæta lífsgæði til lengri tíma (upplýsingar teknar frá vefsíðu Heilsuskólans).

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands - HTÍ

Uppfært 29.09.2025 - vantar gögn, síðast uppfært með gögnum frá janúar 2025

BEThMYND14

BEThmynd.15

Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Talmeinafræðingar

Uppfært 29.09.2025 - vantar gögn

  • Biðlistar talmeinafræðinga eru ekki samræmdir en Sjúkratryggingar Íslands gerðu úttekt á stöðu barna á bið hjá talmeinafræðingum í desember 2021 að beiðni heilbrigðisráðuneytisins.
  •  Flest börn á biðlistum höfðu beðið í 0-6 mánuði (30%) en um 11% höfðu verið á biðlista lengur en 2 ár, sjá neðangreinda töflu.
Desember 2021 Fjöldi barna

Fjöldi barna skráð á
fleiri en einum stað
Börn í bið eftir
þjónustu talmeinafræðinga
3701 947
Biðtími Hlutfall
0-6 mánuðir 30%
7-12 mánuðir 29%
13-18 mánuðir 17%
19-24 mánuðir 12%
Lengur en 2 ár 11%

 Dæmi um bið barna eftir þjónustu

Dæmi voru uppfærð í september 2025


Dæmi um barn sem bíður eftir frumgreiningu vegna gruns um ADHD hjá Austurmiðstöð

Árið 2023 var Anna 9 ára og í 4. bekk í grunnskóla. Anna var farin að eiga mjög erfitt með að læra og einbeita sér í skólanum. Þessir erfiðleikar voru farnir að hafa mikil áhrif á hennar líðan og sjálfsmynd. Í janúar 2023 var óskað eftir skimun vegna gruns um ADHD. Foreldrar Önnu fengu viðtal vegna skimunar í byrjun mars 2023. Í lok mars 2023 fengu Anna og foreldrar hennar þær upplýsingar að þörf væri á frumgreiningu. Foreldrum Önnu hefur verið tjáð að hún muni ekki komast að í frumgreiningu hjá Austurmiðstöð fyrr en í fyrsta lagi vorið 2026. Þá verður Anna að klára 7. bekk. Ef niðurstaða frumgreiningar verður að Anna þurfi að fara í greiningu mun hún fara á biðlista hjá Geðheilsumiðstöð barna. Í september 2025 var meðalbiðtími hjá Geðheilsumiðstöð vegna gruns um ADHD 12.7 mánuðir. Að óbreyttu mun Anna þess vegna ekki vera komin með greiningu fyrr en í júní 2027. Þá verður Anna að klára 8. bekk. Anna þarf í heildina að bíða í fjögur og hálft ár eftir greiningu vegna gruns um ADHD.

Dæmi um barn sem bíður eftir frumgreiningu vegna gruns um ADHD hjá Suðurmiðstöð

Símon er 5 ára og mun byrja í skóla haustið 2026. Hann á erfitt með að halda athygli, fylgja fyrirmælum og truflast auðveldlega af utanaðkomandi áreiti. Fagaðilar hafa mælt með að hann fari í greiningu en Símon hefur verið í talþjálfun, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Foreldrar hans hafa fengið þær upplýsingar að bið eftir greiningu vegna gruns um ADHD hjá Suðurmiðstöð séu 16 mánuðir. Þegar frumgreining liggur fyrir tekur við bið hjá Geðheilsumiðstöð barna og foreldrar Símonar hafa fengið þær upplýsingar að hann muni þurfa að bíða í 24 mánuði eftir greiningu hjá Geðheilsumiðstöð. Þá hefur þeim einnig verið tjáð að ekki sé hægt að vísa beiðni til Geðheilsumiðstöðvar fyrr en hann verði orðinn 7 ára. Að óbreytu má því gera ráð fyrir að Símon þurfi að bíða í um 3,5 ár eftir greiningu á ADHD, þá er viðbúið að biðin verði enn lengri ef beiðni verður ekki send til Geðheilsumiðstöðvar fyrr en hann nær 7 ára aldri.


 


Hafðu samband

Póstlisti


Þetta vefsvæði byggir á Eplica