Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (stytting vinnutíma), 259. mál.

Velferðarnefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (stytting vinnutíma), 259. mál. 

Umsögn sína veitt umboðsmaður barna með tölvupósti dags. 1. apríl 2016.

Skoða frumvarpið. 
Skoða feril málsins.

 

Umsögn umboðsmanns barna

 

Velferðarnefnd Alþingis

 

Reykjavík, 10. febrúar 2016
UB:1602/4.1.1

 

Efni: Frumvarp til laga um 40 stunda vinnuviku (stytting vinnutíma), 259. mál 

Vísað er í tölvupóst frá nefndasviði Alþingis, dags. 5. febrúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Jákvæð samvera með fjölskyldunni skapar börnum öryggi og stuðlar að auknum þroska og betri líðan. Þar sem vinnudagar barna og foreldra eru oftar en ekki mjög langir er hætt við því að börn fái ekki tækifæri til þess að njóta gæðastunda með foreldrum sínum á hverjum degi. Má í því sambandi benda á að langflest börn dvelja í leikskólum í 8 klukkustundir eða meira á dag. Það sama á við um börn í yngstu bekkjum grunnskóla en eldri börn eru mörg hver ein heima þangað til foreldrarnir koma heim úr vinnu. Hætt er við því að álagið og hraðinn sem oft fylgir daglegu lífi barna hafi neikvæð áhrif á velferð þeirra. Foreldrar eru mikilvægustu manneskjurnar í lífi barna og yfirleitt best til þess fallnar að veita börnum sínum þá nærgætnu umönnun og þann stöðugleika sem er nauðsynlegur hverju barni.

Stytting vinnuvikunnar myndi auka möguleika foreldra til þess að koma á jafnvægi milli atvinnu- og fjölskyldulífs og gera þeim betur kleift að sinna börnum sínum vel og veita þeim þá athygli og stuðning sem þau þurfa. Umboðsmaður barna fagnar því ofangreindu frumvarpi og vonar að það verði samþykkt.

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna