Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um breyt. á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu), 478. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um frumvarp til laga um breyt. á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu), 478. mál. Umsögn sína sendi umboðsmaður með tölvupósti dags. 7. febrúar 2013.

Skoða til laga um breyt. á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu), 478. mál.
Skoða feril málsins.

Umögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 7. febrúar 2013
UB: 1302/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um breyt. á almennum hegningarlögum (kynferðisbrot gegn börnum innan fjölskyldu), 478. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 22. janúar sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna telur jákvætt að verið sé að skýra ákvæði almennra hegningarlaga um kynferðisbrot gegn börnum og bæta réttarstöðu þeirra barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Hann fagnar því ofangreindu frumvarpi og vonar að það verði að lögum.

Virðingarfyllst,
     
____________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna