Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Umsögn um drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur. Umboðsmaður barna veitti umsögn sína með bréfi dags. 25. maí 2012.

Umsögn umboðsmanns barna

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur
Borgartúni 12 - 14
105 Reykjavík


Reykjavík, 25.maí 2012
UB:1205/4.1.1


Efni: Umsögn um drög að stefnu skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um skóla án aðgreiningar og sérstakan stuðning við nemendur í grunnskólum Reykjavíkur.

Vísað er til bréf yðar dagsett 23. apríl síðastliðinn þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda stefnu.


Umboðsmaður barna gerir eftirfarandi athugasemdir við þessi drög. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn rétt á menntun sem hámarkar möguleika þeirra og færni og allt sem dregur úr þeirri menntun eða takmarkar á einhvern hátt er ekki í samræmi við 2. og 28. gr. Barnasáttmálans. Þá er sérfræðiþekking og nægjanlegur fjöldi starfsfólks mikilvægt til þess að skóli án aðgreininga geti verið raunhæft markmið sérstaklega þegar val barna með sérþarfir milli þess að fara í sérskóla og almenna grunnskóla hefur verið takmarkað.


Umboðsmaður fagnar því að stofnað verði til þátttökubekkja sem njóti faglegrar þjónustu og þekkingar Klettaskóla og vonar að það efli enn frekar stuðning við þá nemendur sem þess þarfnast. Umboðsmaður barna hefur fengið ábendingar frá foreldrum og fagfólki um að nýlegar inntökureglur í sérskóla standi í vegi fyrir því að börn með væga þroskahömlun fái menntun við hæfi í umhverfi sem hentar þeim best félagslega. Í samræmi við þær ábendingar þætti rétt að inntökureglur í þátttökubekkina séu rýmri en þær sem gilda í Klettaskóla.

 

Virðingarfyllst,
_________________________________  
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna