Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um Íslandssögukennslu í framhaldsskólum (aukið vægi í námskrám), 89. mál.

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns um tillögu til þingsályktunar um Íslandssögukennslu í framhaldsskólum (aukið vægi í námskrám), 89. mál. Umsögn sína veitti umboðsmaður barna í bréfi dags. 18. nóvember 2011.

Skoða tillögu til þingsályktunar um Íslandssögukennslu í framhaldsskólum (aukið vægi í námskrám), 89. mál.
Skoða feril málsins

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Allsherjar- og menntamálanefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík


Reykjavík 18. nóvember 2011
UB: 1111/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um Íslandssögukennslu í framhaldsskólum (aukið vægi í námskrám), 89. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 11. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreinda tillögu til þingsályktunar. Umboðsmaður þakkar fyrir að fá að koma með athugasemdir.

Umboðsmaður barna vill benda á mikilvægi 12. gr. Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þegar fyrirhugað er að breyta námskrá framhaldsskóla. Samkvæmt framangreindu ákvæði ber að gefa nemendum kost á því að tjá sig um málefni sem þá varða og eiga þeir rétt á því að tekið sé tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þroska. Að öðru leyti gerir umboðsmaður barna engar frekari athugasemdir.

Virðingarfyllst,

________________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna