Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um norræna hollustumerkið Skráargat, 22. mál.

Atvinnuveganefnd Alþingis óskaði eftir umsögn umboðsmanns barna um tillögu til þingsályktunar um norræna hollustumerkið Skráargat, 22. mál. Sameiginlega umsögn sína veittu umboðsmaður barna og talsmaður neytenda bréfi dags. 21. nóvember 2011.

Skoða  tillögu til þingsályktunar um norræna hollustumerkið Skráargat, 22. mál.
Skoða feril málsins

Sameiginleg umsögn umboðsmanns barna og talsmanns neytenda

Nefndasvið Alþingis
Atvinnuveganefnd
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 21. nóvember 2011
UB:1111/4.1.1

Efni: Umsögn talsmanns neytenda og umboðsmanns barna um þingsályktun um norræna hollustumerkið, Skráargatið, 22. mál.

Vísað er til tölvupósts frá nefndasviði Alþingis, dags. 10. nóvember sl., þar sem óskað er eftir umsögn um ofangreinda þingsályktunartillögu.

Talsmaður neytenda og umboðsmaður barna vísa í fyrri umsögn sem send var til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, dags. 31. mars 2011. Eins og þar kemur fram er gildi hluta leiðbeiningarreglna embættanna, sem nú eru til endurskoðunar, háð því að slíkt opinbert merki sé tekið upp.

Liðin eru um þrjú ár síðan talsmaður neytenda og umboðsmaður barna lögðu til við ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar að Skráargatið, norrænt hollustumerki, yrði tekið upp opinberlega. Því þarf væntanlega aðeins skamman aðdraganda.

Meðfylgjandi er afrit af fyrri umsögn talsmanns neytanda og umboðsmanns barna.

Virðingarfyllst,

Gísli Tryggvason,
talsmaður neytenda

Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna