Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, með síðari breytingum, 162. mál

Skoða frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, með síðari breytinguma.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
b.t. heilbrigðisnefndar
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík  


Reykjavík, 26. janúar 2009

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/2002, um tóbaksvarnir, með síðari breytingum.

Vísað er til bréfs heilbrigðisnefndar Alþingis, dagsett 16. janúar 2009, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Umboðsmaður barna fagnar allri viðleitni til þess að efla forvarnir gegn tóbaksnotkun, enda er mikilvægt að sporna við tóbaksnotkun ungs fólks.  Undirrituð vonar því að sú áætlun að taka upp sterkari viðvörðunarmerkingar á tóbaksumbúðir verði að veruleika. Að öðru leyti felur frumvarpið ekki í sér efnislega breytingu sem varðar börn með beinum hætti og gerir undirrituð því engar athugasemdir. 

Virðingarfyllst,

______________________________
Margrét María Sigurðardóttir,
umboðsmaður barna