Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um breytingu á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, mál nr. 577

Skoða frumvarp til laga um breytingu á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, mál nr. 577.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10,
150 Reykjavík

Reykjavík, 13. maí 2008
Tilvísun: UB 0805/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um breytingu á Norðurlandasamningi um alþjóðleg einkamálaréttarákvæði um hjúskap, ættleiðingu og lögráð, mál nr. 577.  

Vísað er til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dagsett hinn 2. maí 2008, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Undirrituð gerir engar athugasemdir við framkomið frumvarp enda lúta breytingarnar sem slíkar ekki að réttindum barna, heldur eingöngu að lagavalsreglum um fjármál hjóna.

Virðingarfyllst,

_______________________________________
Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna