Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um nálgunarbann, heildarlög, mál nr. 294

Skoða frumvarp til laga um nálgunarbann, heildarlög, mál nr. 294.
Skoða feril málsins.

Umsögn umboðsmanns barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10,
150 Reykjavík

Reykjavík, 14. febrúar 2008
Tilvísun: UB 0802/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um nálgunarbann, heildarlög, mál nr. 294. 

Vísað er til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dagsett 4. febrúar 2008, þar sem óskað er eftir umsögn umboðsmanns barna um ofangreint frumvarp.

Undirrituð styður framkomið frumvarp og telur það styrkja réttarstöðu þeirra til muna sem leita eftir vernd með nálgunarbanni.

Umboðsmaður barna vill hins vegar benda á að í löggjöfina skortir úrræði sem tryggir börnum á ótvíræðan hátt vernd og öryggi ef rökstuddur grunur leikur á um að þau séu beitt ofbeldi innan veggja heimilisins. Það væri t.a.m. mögulegt með því að fjarlægja ætlaðan brotamann af heimilinu meðan á rannsókn og meðferð máls stendur yfir.    

Virðingarfyllst,
        
______________________________
Margrét María Sigurðardóttir