Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 11. mars 2004
Tilvísun: UB 0403/4.1.1

Efni: Frumvarp til laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota

Vísað er til bréfs allsherjarnefndar Alþingis, dagsett 1. mars 2004, þar sem óskað er eftir umsögn minni um ofangreint frumvarp.

Í bréfi, dagsettu 23. október 2002, hvatti ég dómsmálaráðherra til að hafa forgöngu um endurskoðun á 7. gr. laga um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, nr. 69/1995, þannig að bætur yrðu greiddar til samræmis við það sem upphaflega hafði verið ákveðið í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota, sbr. álit allsherjarnefndar frá 15. desember 1995. Ljósrit bréfs míns fylgir hér með.

Með vísan til röksemda í meðfylgjandi bréfi, styð ég heilshugar framkomið frumvarp og vonast til að það verði samþykkt á hinu háa Alþingi.

Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal

Lesa bréf umboðsmanns barna til dómsmálaráðherra