Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um stöðu hjóna og sambúðarfólks

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 11. desember 2003
Tilvísun: UB 0312/4.1.1

 Efni: Tillaga til þingsályktunar um stöðu hjóna og sambúðarfólks

Vísað er til bréfs félagsmálanefndar Alþingis, dagsett 18. nóvember 2003, þar sem óskað er eftir umsögn minni um ofangreinda tillögu.

Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd, er hafi það hlutverk að kanna stöðu hjóna og sambúðarfólks með börn á framfæri með tilliti til skatta, almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar og bera hana saman við stöðu einstæðra foreldra.

Að mínu mati er úttekt á stöðu hjóna og sambúðarfóks með börn á framfæri, samanborin við stöðu einstæðra foreldra, löngu tímabær og fagna því að þingsályktunartillaga þessa efnis skuli nú vera lögð fram. Ég styð því framkomna tillögu og vonast til að hún hljóti samþykki á hinu háa Alþingi.

Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal