Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um bætta réttarstöðu barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 8. mars 1999
Tilvísun: UB 9903/4.1.1

Efni: Tillaga til þingsályktunar um bætta réttarstöðu barna

[...]  Í stuttu máli vil ég lýsa yfir stuðningi mínum við tillögu þessa. Ég tel það löngu tímabært að úttekt verði gerð á lögum er varða réttarstöðu barna með hliðsjón af ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og ekki síður að fram fari úttekt á hvernig framkvæmd þeirra er háttað. Þá er ennfremur full ástæða til að kanna hvort ekki beri að lögleiða í heild sinni þessa mannréttindaskrá barna, eins og Barnasáttmálinn hefur gjarnan verið nefndur.

Ég vil því mæla með samþykkt fyrirliggjandi tillögu til þingsályktunar en legg þó til að umboðsmaður barna eigi ekki sæti í nefnd þeirri, sem tillagan gerir ráð fyrir að dómsmálaráðherra skipi, með vísan til niðurlags 1. mgr. 8. gr. laga nr. 83/1994 um umboðsmann barna.

Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal