Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Frumvarp til laga um staðfesta samvist - ættleiðing

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 18. mars 1998
Tilvísun: UB 9803/4.1.1

 Efni: Frumvarp til laga um staðfesta samvist - ættleiðing 

Vísað er til bréfs allsherjarnefndar, dagsett 20. febrúar 1998, þar sem óskað er eftir umsögn minni um frumvarp til laga um staðfesta samvis, 177. mál, ættleiðing.

Frumvarp þetta fjallar um rétt stjúpforeldris í staðfestri samvist til að ættleiða barn maka síns. Við ættleiðingu á stjúpbarni slitna öll lagaleg tengsl á milli barns og kynforeldris, sem ekki fer með forsjá þess, þ.á.m. fellur umgengnisréttur niður. Ef barn er orðið 12 ára verður að liggja fyrir skriflegt samþykki þess. Hvort ættleiðing sé barni til góðs getur verið erfitt að dæma. Af þessum ástæðum verður ætíð að fara varlega í sakirnar og hafa í huga að oft eru ekki knýjandi ástæður fyrir ættleiðingu. Það sem ber þó að hafa í huga ofar öllu er, hvað barninu er fyrir bestu, sbr. til hliðsjónar 3. gr. og 21. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Að ofangreindu virtu get ég fallist á markmið frumvarps þessa enda er hugsanlegt að ættleiðing af þessum toga geti best þjónað hagsmunum og þörfum barna í vissum tilvikum.

Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal