Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun í málefnum langsjúkra barna

Nefndasvið Alþingis
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík

Reykjavík, 8. janúar1998
Tilvísun: UB 9801/4.1.1

 Efni: Tillaga til þingsályktunar um stefnumótun í málefnum langsjúkra barna 

 Með bréfi, dagsettu 28. nóvember 1997, var mér send til umsagnar tillaga til þings-ályktunar um stefnumótun í málefnum langsjúkra barna, 38. mál.  Af því tilefni vil ég leyfa mér að taka fram eftirfarandi:

Í starfi mínu sem umboðsmaður barna hef ég komist að raun um það, að á Íslandi eigum við eftir að vinna mikið grundvallarstarf í málefnum barna og ungmenna og sömuleiðis eigum við margt ólært í þeim efnum. Að mínu mati erum við almennt séð komin mun styttra á veg en hin Norðurlöndin, sem við að öðru jöfnu berum okkur saman við. Almenn stefnumörkun og áætlangerð af hálfu stjórnvalda í málefnum barna og ungmenna er ekki til staðar. Í skýrslum mínum til forsætisráðherra um störf á árinu 1995 og 1996 hef ég ítrekað bent á nauðsyn þess að hafist verði handa um að móta hér á landi heildarstefnu í málefnum barna og ungmenna undir 18 ára aldri og jafnframt að gerð verði af hálfu stjórnvalda, þ.e. ríkisstjórnar og sveitarstjórna, heildstæð og samræmd áætlun til nokkurra ára um það, hverra úrræða sé þörf til að tryggja sem best stöðu og hagi barna og ungmenna í samfélagniu og jafnframt hvernig þeim fyrirætlunum verði hrint í framkvæmd.

Með vísan til þessa fagna ég framkominni tillögu til þingsályktunar um stefnumótun í málefnum langsjúkra barna þótt ég hefði kosið að hún gengi mun lengra, þ.e. að um almenna heildarstefnumótum í málefnum barna og ungmenna yngri en 18 ára væri að ræða. Von mín er sú að slík tillaga líti dagsins ljós fyrr en síðar, þar sem ég tel að velferð umbjóðenda minna, fjölmennasta aldurshópsins í íslensku samfélagi, verði þannig best borgið til lengri tíma litið.

Virðingarfyllst,
Þórhildur Líndal