Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Verkefni

Raddir barna

Brot úr erindum frá börnum sem hafa borist umboðsmanni barna

13 ára stúlka:

Nér finnst að börn ættu að vera með í umræðuefni alþingis og börn mættu sitja á þingi og að börn mættu vinna en annars er allt fínt og ég er stolt að börn gætu leitað hingað ef þeim liði illa eða ef þau vildu bara forvitnast þetta er flott bara.

12 ára drengur:

Ég er hérna 12 ára strákur sem geri nú bara ekkert annað en að vera í tölvu, það er mitt áhugamál, ég á aðeins eina vinkonu ef ég tel þá upp sem leikur svona einstaka sinnum við mig. En mig finnst alveg eins og hún er bara að nota mig ef vinkonur hennar eru ekki heima. Mig vantar svo vini!. Mér finnst bara svo hræðilega asnalegt að troða mér inní eitthverja vinahópa sem ég er aldrei með. Svo geri ég eiginlega ekki mikið meira en í tölvunni á daginn. Mér langar svo að fara að gera eitthvað annað og hætta þessari tölvunotkun. 

15 ára stúlka:

Mig langaði að vita hvort að ég gæti fengið að vera sjálfráða og fjárráða fyrr. Það er ekkert ofbeldi eða neitt a heimilinu en mig langar bara að komast burt. Við mamma rífumst mjög oft og mér líður ekki vel.

13 ára stúlka:

Mig langar alveg ROSALEGA að kyssa strák (hef aldrei kysst einn einasta) en ég er bara ekki nógu góð fyrir þá ;S Ég meina ég er soldið þybbin, óvinsæl og ekkert smá feimin ! Á ég að bíða eða ?

12 ára stúlka:

Mér líður alveg hræðilega. Mér finnst eins og ég sé bara fyrir öllum og allir hati mig. Ég á enga vini í skólanum, er lögð í einelti og líður alveg hræðilega. Hjálp!

13 ára stúlka:

Má reka mig úr búð ef ég er bara að skoða? eða labba á eftir mér og horfa á mig í hvert skipti sem ég skoða?

17 ára stúlka:

Má ég ráða hvort mamma eða pabbi (sem eru skilin) séu með forræði yfir mér? Mamma er með forræði en ég vil að pabbi fái það. Hversu langan tíma tekur það?

12 ára stúlka:

Verjum tímunum með börnunum og dýrunum okkar svo lífið verði fullkomlega skemmtilegt fyrir barnið :)

15 ára stúlka:

Mega foreldrar mínir banna mér að hitta kærastann minn?

15 ára stúlka:

Systir mín er 13 ára og á að fara að fermast í vor. Ég var neydd til að ferma mig af foreldrum mínum og vissum aðilum í fjölskyldunni. Ég vildi ferma mig borgaralega því ég er ekki kristin, en foreldrar mínir sögðu að annað hvort fermdist ég í kirkju eða bara alls ekki. Svo fékk ég þulu hvað eftir annað hvað amma og afi yrðu vonsvikin og að ég yrði aldrei almenninlega hluti af samfélaginu. Nú er verið að segja það sama við systir mína. Hún er sömu skoðunar um trú og ég. jafnaldrar segja við mig að þau geti ekki þvingað okkur svona, en hvaða lagalega rétt höfum við? Getum við ákveðið sjálf hvaða trúarlegu athöfn við tökum þátt í? Og þar með neitt foreldra okkar til að ganga á eftir okkur með það? Sjálf get ég ekki sagt mig úr þjóðkirkjunni fyrr en ég er 16 ára, svo þegar maður er á fermingaraldri hefur maður engan rétt? Með fyrir fram þökk fyrir aðstoðina.

 

10 ára drengur:

Í ensku þá er gamall kennari sem er alltaf að seigja ég sé heimskur og þroskaheftur og er alltaf að seigja það ef maður talar og það var lokað 'mig inni í fríminútum og var lokað mig inni. í 6 mánuði og mátti aldrei vera í frímínútum og þurfti að vera á skólabókasafninu. er greindur með adhd mer finst eins og ekkert sé tekið tilit til þess.

14 ára stúlka:

Ég er 166 cm og ég er 58 kg og mér finnst ég vera frekar feit. Herbergið mitt er alltaf óhreint og ég nenni aldrei að halda því hreinu. Mamma kvartar oft undan því að ég þurfi að bæta samskipti sem ég hef við annað fólk því ég er alltaf pirruð. Mér finnst oftast leiðinlegt að borða. Ég er alltaf stressuð, veit ekki fyrir hverju er, en er annað hvort illt í maganum eða kvíðin. Ég kem alltaf of sein í skólann.

15 ára drengur:

Mega foreldrar skoða sms í síma barns síns?

14 ára stúlka:

Er ég of ung til að vilja sofa hjá kærastanum mínum. ég er 14 ára stelpa og er búin að gera margt með kæró mínum, en mig langar til að prófa eitthvað meira , hann er 15 ára bara einu ári eldri er það alltílagi að byrja svona snemma ef manni langar til þess sjálfur?

13 ára stúlka:

Hæ, ég er að velta því fyrir mér hvort eitthvað sé að. Ég er alltaf stressuð og taugaveikluð, matarlistin mín er stundum ekki nein en stundum er hún mikil. ... Er eitthvað sérstakt í gangi hjá mér?

13 ára stúlka:

Ég er að spyrja fyrir vinkonu mína. Hún kynntist strák og varð pínulítið skotin í honum. Þau kysstust. Hún veit núna ekkert hvað hún á að gera og getur ekki hætt að hugsa um hann. Ertu með einhver góð ráð fyrir hana?

16 ára stúlka:

Er eðlilegt að fósturfaðir minn segi mér að halda kjafti, segi mér að drulla mér inn í herbergi, segi að ég sé vangefin, hálviti og fábjáni?? :S

14 ára stúlka:

Mamma mín og pabbi öskra á mig svona 20 sinnum á dag............ Það er mjög leiðinlegt..... Ég hef talað við námsráðgjafa um þetta og hún sagði mér bara að setjast niður og spjalla við þau um þetta! Ég reyndi en það var bara öskrað á mig og ég lokuð inn í herbergi.... . Ég er oft slegin á munninn og einstaka sinnum flengd... Hvað get ég gert án þess að þau öskri á mig?

13 ára stúlka:

 ... þær eru í hrikalegri fýlu við okkur og vilja ekki sættast þær hata okkur og eiga eftir að kjafta frá öllum leyndarmálunum og mín eru verri en hinar vinkonurnar td. þær vita hverjum ég var skotinn í og nota það og þær hóta að setja það inná heimasíðuna sína og allir geta séð það ég vil ekki að það gerist ég vil kanski ekki sætti en ég vil ekki að þær klagi öll leyndarmál og allt þessar stelpur eru núna alltaf að hrella okkur og svaraðu mér eins fljótt og þú getur ástandið er alvarlegt.

12 ára stúlka:

Mér finnst að það eigi að spyrja fyrst börnin í landinu hvort það megi gera þetta og hitt eins og t.d. að byggja hús þarna eða ekki, eða kjósa um eitthvað sem krakkar hafa kannski líka áhuga á !!!!!! og mér finst að fatlaðir unglingar/krakkar eiga að fá jafn mikla mentun eins og aðrir krakkar/unglingar!!!!!

11 ára stúlka:

Kennarar fara oft illa með börnin eins og þau megi það. Tala illa til þeirra. Ég er kannski að segja of mikið en við vorum í tíma að læra um Egil Skalla-Grímsson þegar kennarinn var komin í allt annað mál. Þá rétti einn strákur í bekknum upp hendina og sagði ,, erum við ekki að læra um Egil?" Þá sagði kennarinn ,, ert þú að stjórna eða ég??" og auvitað hræddi það strákinn. Við erum í skóla til þess að læra margt ekki til þess að vera tekin í einrúm eða til þess að vera bönnuð að "commenta" á hlutina.

16 ára stúlka:

Ég er semsagt 16 ára stelpa og var svona að spá í hvort að þið hefðuð ekki eithver góð ráð eða gullmola til að hjálpa manni að opna sig. Er svo ótrúlega feimin þori varla að segja nafnði mitt þegar ég er í stórum hópi, samt er mér mjög mikið hrósað og svona en er samt ótrúlga feimin. Nú ætla ég að taka mig á, lifa lífinu og reyna að opna mig og tala betur við annað fólk. Lumiði á eitthverjum góðum ráðum eða góðum bókum eða eitthvað slíkt :)?

14 ára stúlka:

Á pabbi minn rétt á því að taka tölvuna mína af mér sem ég keypti fyrir mína eigin peninga sem ég vann mér inn fyrir sjálf ? Og á ég rétt á því að ef foreldrar mínir séu að fara að skilja, og ég og systir mín eigum að heimsækja pabba aðra hverja helgi, á ég þá rétt á því að heimsækja hann ekki... aldrei... ?

11 ára stúlka:

Er leyfilegt að skólaliði eða gangavörður kalli mann eða vinkonur sínar ,,Óþroskaða belju'' ef maður er lengi að klæða sig og koma sér út? Hvað á ég að gera næst þegur hún kallar mig eða vini mína þetta næst?

9 ára stúlka:

Mér finnst svolítið leiðinlegt að ein vinkona mín, eða eiginlega er allveg rosalega skemmtileg og góð við mig en um leið og ég er farin frá henni fer hún að baktala mig. Og svo er hún búin að segja eitthvað rosalega ljótt og ég segi að ég muni aldrei aftur fyrirgefa henni en svo gerist það bara sjálfkrafa án þess að ég vilji það en hún er svo skemmtileg en hún segir líka svo ljóta hluti á msn og netinu geturu sagt mér hvað ég á að gera?

11 ára stúlka:

Af hverju er ekki stelpur og strákar með sér skóla?????? Það myndi vera miklu betra.

11 ára drengur:

Það er alveg svakalega skrýtið, en mér finnst eins og vinir mínir noti mig sem auka hlið á öllu lífinu! Þeir eru með mér þegar að allir hinir eru í burtu! eru þeir alvölu vinir mínir eða gervi vinir?

13 ára stúlka:

Hæ. Það var að byrja ný stelpa í bekknum mínum og hún er ÓÞOLANDI. Hún lýgur í öðru hverju orði, reykir í frímínútunum (sem kennararnir gera EKKERT útaf, hún hefur EINU sinni verið skömmuð en kennarinn okkar talaði alvarlega um þetta við okkur og hálf skammaði okkur) og svo vill enginn stitja hliðina á henni útaf maður er að kafna úr reykingalykt (og já, hún er ekkert að reyna að fela lyktina). Starfsfólkið elskar hana útaf hún sleikir allla upp (hún sagði mér það einu sinni t.d. að hún væri að sleikja upp enskukenarann til að fá betri einkunnir). Svo hrækti hún einu sinni í andlitið á vini mínum, sem kvartaði í kennarann sem talaði aðeins við hana og ekkert meir.

15 ára stúlka:

hææhææ ;** Besta vinkona mín braust með 3 öðrum krökkum inní 4 skóla um jólin ... Á ég að kjafta frá eða á ég að vera besta vinkona og segja engum eins og hún bað mig um??

11 ára drengur:

Foreldrar mínir eru skilin og ég spyr hvenær má ég hætta að ferðast á milli Akureyrar og Húsavíkur?

13 ára stúlka:

1. Ég var að skipta um skóla nýlega og fara í nýjan, en núna er eins og allir séu óvinir mínir í gamla skólanum og sumir krakkarnir eru að ljúga einhverju upp á mig sem er bara alls ekkert satt, en það sem er að því, að það trúa því flestir, þótt að það sé algjört bull sko og sé rosalega óraunverulegt. Ég meina, ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef gert þeim. Ég held meira að segja að ég hafi ekki gert þeim neitt :s

2. Það er líka eitt fjölskyldu vandamál. Ég var að flytja inn með öðru foreldri mínu og stuttu eftir að við fluttum inn þá hafa brotist út rifrildi, fyrst á milli mín og annars foreldri míns og svo núna á milli bróður míns sem er yfir 18 ára og foreldrisins sem ég flutti inn með. Eins og t.d. í gærkvöldi þegar fólk var t.d. farið að sofa í blokkinni minni þá var einhvað gríðarlegt riflridli á milli þeirra 2ja og svo í dag þá sá ég einhvern lögreglumann eiginlega fyrir framan íbúðina okkar en hann var samt ekkert að kíkja inn eða gera sig tilbúnan að dingla hjá okkur, bara eins og hann væri að tala við nágranna okkar... mig grunar það að grannar okkar hafi verið að kvarta eða einhvað :s

3. Annað svona family problem... foreldrið sem ég flutti inn með er alltaf að tala illa um hitt foreldri mitt.Ég veit alveg að hitt foreldrið mitt getur verið ósanngjarnt og svona, en mér finnst hrikalega leiðinlegt þegar foreldrið sem ég bý hjá talar illa um það. Ég hef beðið það um að hætta en það bara hættir ekki ! Ég meina, ég þekki fullt að fólki sem á skilna foreldra en þeir tala ekkert illa um hvort annað, þvert á móti!

 

13 ára stúlka:

Mamma mín og pabbi eru alveg frábærir foreldrar, svolítið ströng en góð. Ég á erfitt með að vakna á morgnana og nota ljót orð og er ekki fyrirmyndarbarn, en bróðir minn er draumur pabba. Hann er með mynd af bróður mínum á símanum sínum en ekki mér. Mér finnst ég passa ekki inní fjölskylduna en allavega vil ég vita hvernig ég get verið draumabarn pabba míns, því ég vil það svo sárt.

14 ára drengur:

Ég var að rifja upp minningar um daginn með vinkonu minni og við vorum að tala um leikskólann. Ég man eftir því þegar fóstrunnar voru að öskra á okkur og segjast ætla að binda okkur niður við stólanna ef við kláruðum ekki matinn og oft hafði ég ekki lyst.. Eitt skiptið var ég að spjalla við vin minn og fóstran öskraði haltu kjafti litla ógeðið þitt við mig. Við krakkarnir á deildinni héldum að þær mættu þetta og við vorum ekkert að pæla neitt mikið í þessu.. Og ég var bara að rifja þetta upp núna. Fullt af niðurlægingum frá þeim sem ég man eftir. Mér finnst að foreldrar ættu að tala meira við krakkana sína þótt þeir séu bara í leikskóla.

13 ára stúlka:

Sko, vandamálið er að ÉG Á ENGA VINI í skólanum : ( Ég bara stend alltaf ein og horfi á hina tala um mig og hlægja af mér. Þetta var ekkert svona áður fyrr (ég er búin að vera í þessum skóla frá því í 1 bekk). Það bara kom upp mál sem leið af verkum að þetta gerðist :S. Mamma vill taka mig úr skólanum en pabbi vill að ég haldi áfram í honum með einhvað plan að baki , og ef einhvað plan virkar ekki þá bara reyna áfram og áfram. Það er eins og það sem ég vilji skipti engu máli (ég vil það sama og mamma). Og ef að ég geri það sem pabbi vill þá eiga kannski öll þessi plön eftir falla og á endanum verð ég bara þunglynd : ( Það eina sem ég vil gera er að flýja. Viltu hjálpa mér ?

12 ára stúlka:

Góðir foreldrar eru foreldrar sem maður getur treyst, sem hlusta á mann og eru góðir við mann, það eru mamma mín og pabbi =) Linda.

12 ára stúlka:

Foreldrar eiga að vera góðir, hreinskilningslegir, þurfa að skilja mann vel, taka tillit, ekki öskra á mann ef maður gerir eithvað rangt, hafa aga, ekki ofdekra og fleira.

17 ára stúlka:

Foreldrar eru góðir en sýna það allir á sinn hátt. Sumir kaupa fullt og eru alveg brjálaðir í að gera allt fyrir barnið. Mér finnst að foreldrarnir ættu frekar að eyða tíma eð barninu og bara njóta þess þegar það er svona ungt. Vera með því og gera hluti saman og bara segja hversu mikið það elskar það. Það eru góðir foreldrar.

9 ára drengur:

Kennararnir í fjórðu bekkunum í skólanum mínum, eru ekki með sömu reglurnar og það finst mér ósanngjarnt. Til dæmis þegar það má koma með dót í skólann mega hinir fjórðu bekkirnir koma með rafdót, en ekki minn bekkur. Eiga ekki kennarar að hafa sömu reglurnar í öllum bekkunum? Eða geta þeir gert bara það sem þeim langar til?

13 ára stúlka:

Mér líður ekki svo vel í skólanum. Ég er ekki vinsæl og mér finnst eins og vinsælu krakkarnir fyrirlíti mig! Og líka sá vinsælu sem verða allt í einu rosalega góðir við mann eru ekkert sérlega góðir eftir allt saman. Hvað get ég gert ?

13 ára stúlka:

Ég held að einn kennarinn í skólanum sé eitthvað á móti mér. Hún lét einkunnina mína í einu fagi lækka alveg fullt niður út af misskilningi sem að hún vissi sjálf! Svo er hún alltaf að skamma mig og niðurlægja mig fyrir framan allan bekkinn. Það er liggur við að ég hætti í skólanum útaf henni :S!

11 og hálfs árs stúlka:

Mér líður yfirleitt mjög vel heima hjá mér. Stundum finnst mér ég vera ofvernduð, aðallega af mömmu, en líka t.d.ef við pabbi erum saman úti þá leiðir hann mig eins og smákrakka. Ég get orðið mjög pirruð á þessu. Hjá mömmu lýsir sér það þannig að hún leyfir mér ekki að horfa á einn saklausan koss í sjónvarpinu og verður sár út í mig ef ég neita að sýna henni eitthvað sem ég er að skrifa eða lesa eða einhverjar síður á tölvunni. Ég veit vel að það er stundum eitthvað rugl og ógeðslegt á sumum síðum á netinu en ég meina, ég forðast slíkar síður. Og ef ég myndi einhvern tíman fara óvart inn á svoleiðis, myndi ég strax fara út af því aftur. Mamma heldur að ég taki ekki eftir því að hún lætur svona en ég tek vel eftir því. Stundum held ég að hún haldi að ég fari á bak við hana, en það mundi mér aldrei detta í hug. Annars líður mér vel hérna, vægast sagt. Pabbi og mamma búa saman og allir eru góðir við mig. Ég á líka kött sem ég gjörsamlega elska út af lífinu. Við erum svaka góðar vinkonur og ég veit ekki hvernig ég færi að án hennar. Stundum er hún eina vinkonan sem ég á. Auðvitað á ég vinkonur, svona venjulegar á ég við. Ryndar á ég tvær. En ein er rosalega skapbráð, bara tíu ára, semsagt algjört smábarn, ráðrík og hatar skólann. Algjör andstæða við mig sem er byrjuð að pæla í sætum strákum og gjörsamlega elska skólann. Hin er líka barnaleg en er samt jafnaldri minn og ekkert mjög dugleg í skólanum. Stundum er ég bara ein eða fer í fótbolta í frímó í stað þess að vera með þeim. Ekki það að ég skammist mín fyrir þær, eða... jú einstaka sinnum en alls ekkert oft, þær geta bara verið dálítið þreytandi og jafnvel pirrandi.

12 ára stúlka:

Það versta við Ísland er að það er mjög kalt hérna á veturna en af hverju ætti þetta þá að heita vetur efþað væri ekki kalt, eða hvað þá ef það væri ekki kalt af hverju þá Ísland. það besta við Ísland er að það búa margir Íslendingar á Íslandi ;) og við erum sjálfstæð þjóð.

13 ára stúlka:

Er leyfilegt að foreldrar öskri á börnin sín eða sýni mjög mikla óþolinmæði og pirring??

8 ára stúlka:

Best við að búa á Íslandi er að það er ekkert stríð. og verst að því að það eru eldfjöllm, t.d Hekla o.fl.

15 ára stúlka:

Ég er rétt komin úr 9.bekk og það drekkur rúmlega 50% af árganginum!! þetta er svo sorglegt og svo virðast foreldrar alveg vera útúr heiminum í sambandi við svona hluti!!

12 ára stúlka:

Hæ, það er ekkert tekið mark á okkur! það sem við segjum, það fer inn um annað og út um hitt. Ha? hvað sagðirðu aftur? Svo er líka skólinn of langur og svo mikið að gera. Það er sagt að æskan sé áhyggjulaust tímabil. Bull.

15 ára stúlka:

Foreldrar mínir lemja mig og mér hefur verið nauðgað og allt er í hassi... en ég vil að það sé gert eitthvað í því... þannig að vinsamlegast... ef það er leyft með lögum að beita börnin sín ofbeldi og öllum er virkilega sama þá vil ég vita það.. svo ég sé nú ekki að kvarta að óþörfu!!!!

15 ára drengur:

Við viljum fá að vera með í að taka ákvarðanir, sem varða okkur sjálf og ég veit að margir foreldrar eru okkur hjartanlega sammála.

13 ára stúlka:

Við erum vaxandi kynslóð þessa lands og munum stjórna því einhvern tíma.

17 ára stúlka:

Ég þarf að vinna mikið með skóla til þess að geta keypt það sem ég þarf, fatnað, skólabækur og gjöld og jafnvel matinn minn sjálf, lyf o.fl. Þetta bitnar náttúrulega á tímanum sem ég mundi annars nota til að sinna náminu.

16 ára stúlka:

Hæ, ég vil vita hvort börn eigi ekki rétt á því að vera á þeim stað sem þeim líður best.

15 ára stúlka:

Hef ég ekki rétt á að fara í hvaða menntaskóla sem ég vil?

15 ára drengur:

Mér finnst að það eigi ekki að baktala aðra við einhverja inná svona Netsíðum. Mér finnst heldur ekki að maður eigi að vera seigja eitthvað leiðinlegt sem á að vera djók útaf því að þetta er særandi fyrir suma og sumir taka þessu ekki sem gríni.

13 ára stúlka:

Við þurfum alltaf að fremja eitthvað vont af okkur, til þess að fjölmiðlar hafi áhuga á því hvað við höfum að segja. Þetta slæma, sem sumir gera, er stórfrétt, en hið góða sem við hin gerum, er eitthvað sem þykir ómerkilegra en hitt.

12 ára stúlka:

Ég á pabba sem að flutti frá mér þegar að ég fæddist!!! Það eru allir vinir mínir að tala um þetta við mig og mér finnst það dálítið erfitt!!!

15 ára drengur:

Leyfið okkur að vera með í taka ákvarðanir sem varða okkur sjálf og þá verður vonandi hægt að komast að niðurstöðu sem allir sætta sig við.

11 ára stúlka:

Mér líður einfaldlega illa í skólanum, ég er að farast því ég get ekki lært í skólanum. Ég er að missa bestu vinkonu mína og líður hræðilega. Ég er alltaf ein í frímínútum og hef ekkert að gera á daginn.

10 ára stúlka:

Ég er alltaf einmana og ég á erfitt með að ná í vini. Það er stundum svo pirrandi!! Hvað á ég að gera???

15 ára stúlka:

Það sökkar að þurfa að vera í skólanum til hálf fjögur á daginn... og að þurfa að vera svona ferlega lengi í skólanum (sem sagt fram eftir sumri)... er ekkert hægt að gera í þessari ömurlegu þróun?

15 ára stúlka:

Okey, þetta á kannski ekki heima herna en eg vil samt spyrja þig kæri umboðsmaður barna... Þannig er mál með vexti í skólanum sem ég er í hef ég beðið um stuðning, aukanámsefni sem er léttara því ég skil ekki némsefnið sem við erum búin að vera i. Ég er nuna i 10.bekk og er alveg 100% viss að ég falli á samrændu prófunum því skólinn minn hefur aldrei gert neitt við því að ég sé léleg i ensku... afhverju? Ber honum ekki skylda að REYNA að gera einhvað fyrir mig? Æji eg veit ekki, vinkona min er alltaf að biðja mig að spyrja aftur og aftur en ég vill bara ekki vera of ágeng. En mig langar samt að ná samrændu... æjh þetta er einhvað svo já... en ber skólanum ekki skylda að gera einhvað?

15 ára drengur:

Þó að sumir líti á alla unglinga sem hugmynda- og menningarsnauða letingja er það langt í frá að það sé svo.

16 ára drengur:

Mér finnst stjórnmálamenn oft ekki hlusta á börn eins og svo margir fullorðnir.

14 ára stúlka:

Það er einn strákur í skólanum mínum sem leggur mig í einelti. Hann getur ekki látið mig í friði!!!! Ég veit ekki afhverju hann gerir þetta, því ég hef aldrei sagt neitt við hann og ekki gert neitt. ... Ég hef sagt foreldrum mínum þetta en það kemur bara alltaf: ,,Ekki hlusta á hann" Það er eins og enginn skilji að jafnvel þótt maður þykist ekki heyra það sem aðrir segja þá fer það samt inn á sálinna. Ég er mjög viðkvæm og það er alltaf verið að gera grín af mér því ég græt svo oft. Ég get ekki að því gert.

15 ára barn:

Ég óska eftir að barnasáttmálinn verði skrifaður á máli sem við sem eru ekki lögfræðingar eða einhvað þaðanaf verra skiljum!!! Takk fyrir.

15 ára stúlka:

Börn 13-16 ára verða að vera komin inn kl 24:00 eftir 1.mai til 1.september... En það er aldrei tekið fram hvenær má hleypa okkur aftur út!

16 ára drengur:

Þarf ég leyfi foreldra minna til að ganga í pólitískt félag?

15 ára stúlka:

Það er ekki bara til unglingavandamál heldur fullorðinsvandamál útaf því að þeir skilja okkur ekki því að þau eru annað að gera þegar við reynum að tjá okkur...

16 ára drengur:

Það má ekki gleyma að við erum “fullorðnafólk” framtíðarinnar.

15 ára stúlka:

Út af hverju þurfa foreldrar að vera svona strangir við krakka? Sérstaklega stelpur? Af hverju er útivistartíminn svona stuttur hjá 13-16 ára?

16 ára drengur:

Ungt fólk er mjög virkt en fær bara ekki að njóta sín nógu vel.

11 ára stúlka:

Er erfitt að sjá til þess að börnum líði vel í skólum? Ég spyr út að því að vinkona mín er oft lögð í einelti. Hvað get ég gert til að hún verði ekki lögð í einelti?

15 ára stúlka:

Börn og unglingar vilja fá að vera með í mörgum ákvörðunum í sambandi við skóla, sumarstörf o.fl.

14 ára drengur:

Stjórnmálamenn eiga að hlusta á börn og taka við bréfum og svleiðis með hugmyndum um það sem börn vilja að gerist í samfélaginu eins og eitthvað skemmtilegra í skólanum... Það er svo sjaldan hlutstað á börn.

12-15 ára börn:

Unglinga vantar heilbrigða og góða mynd og traust hjá fullorðnu fólki og hjá þjóðfélaginu í heild sinni á þessum viðkvæmu árum.

13 ára stúlka:

Hlustið á okkur og sýnið okkur áhuga. Það gæti verið eitthvað vit í því, sem við höfum að segja.

8 ára börn:

Við erum ánægð með hvað við getum gert margt, t.d. verið heima með mömmu og pabba, spilað á hljóðfæri, æft íþróttir og gengið í skóla. Þetta eru mörg réttindi. Það eru ekki allir svona heppnir. Svo eigum við gæludýr.

9 ára stúlka:

Má fullorðið fólk skamma mann ef maður gerir eitthvað óvart?

15 ára drengur:

Er æska landsins ekki mikilvægari en einhverjir flugvellir og svoleiðis? Það er nógu mikið gert fyrir byggingar, aldraða o.fl. en það vantar meira fyrir börnin.

15 ára drengur:

Unglingum er misboðið að því leyti að þeir sem þroskast fljótt þurfa að sætta sig við reglur sem settar eru fyrir meðalunglinginn og þeir sem eru seinþroska fá að gera ýmsa hluti of snemma sem að hvorki þeir sé aðrir hafa gott af.

14 ára stúlka:

Stjórnmálamenn er alltaf að setja einhver ný lög og/eða reglur sem eru hentugar þeim fullorðnu en ekkert nema slæm fyrir okkur. Eins og t.d. lenging skólaársins. Hvað voru þeir að hugsa?

Stúlka í 7. bekk:

Ég er að hugsa um hvort hinir krakkarnir séu að tala illa um mig.

Stúlka í 7. bekk:

Mér finnst að það ætti að leyfa 12 ára krökkum að vera lengur úti en 10 ára krökkum.

Drengur:

Mér finnst þetta bara fínt eins og þetta er og mig langar ekki til að breyta neinu.

Drengur:

Það ætti að láta alla skóla fá meiri leiktæki og hafa frítt í strætó fyrir 18 ára og yngri og búa til klúbb handa krökkum 18 ára og yngri.

Stúlka:

Mér finnst að stjórnmálamenn hugsa bara um það sem þeim finnst mikilvægt og hugsa ekki um að það eiga margir bágt í þessum heimi. ... Ég á samt ekkert bágt, ég er í stuði.

12 ára stúlka:

Ef mamma manns og pabbi myndu deyja, myndir þú þá sjá um börnin og finna heimili handa þeim?

16 ára stúlka:

Má maður ekki gista heima hjá kærastanum sínum þegar maður er orðinn 16 ára?

15 ára stúlka:

Ef foreldrar mínir reka mig að heiman eða "bjóða" mér það get ég krafist þess að fá einhverja fjárhagsaðstoð frá þeim?

15 ára stúlka:

Mér finnst að foreldrar ættu að hugsa tilbaka og spyrja sjálfa sig “hvernig var ég”?

14 ára stúlka:

Ég get ekkert talað við mömmu mína afþví að hún skilur mig bara ekkert og hún stendur alltaf með honum !!! og mér finnst þau hata mig !!!

15 ára drengur:

[Það] er mjög ánægjulegt að finna það að hlustað er á mig og að skoðanir mínar skipta máli ekki síður en skoðanir þeirra fullorðnu.

15 ára stúlka:

Eftir að foreldrar mínir skildu förum við systkinin til pabba aðra hverja helgi. Er ekkert sem segir að við eigum að hafa herbergi eða einhvern stað til að vera á hjá honum? Við þurfum að sofa í stofunni hjá kærustunni hans.

14 ára stúlka:

Hæ hæ hvað má ég vera gömul til að ráða því hvort ég búi hjá mömmu minni eða pabba, er á 15. ári.

17 ára stúlka:

Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá forræði yfir barninu?

14 ára drengur:

Mamma mín og pabbi hafa lifað næstum því alveg sátt allt sitt líf. Á laugardaginn sá ég pabba að kela með annari konu. Ég veit ekki hvernig ég á að segja mömmu þetta, ég vil heldur ekki að mamma og pabbi skilji og það sem en verra er: Ég hef ekki sofið mikið síðan...

Stúlka í 7. bekk:

Það er verst að þurfa að bíða eftir kennaranum fyrir utan í vondu veðri.

15 ára stúlka:

Ég kvíði aldrei fyrir prófi. Ég hugsa bara: Ef ég næ því er það bara gott mál en ef ég næ því ekki geri ég bara betur næst!!

14 ára drengur:

Það mætti hafa betri þjónustu í skólum fyrir fatlaða krakka og þá sem þurfa meiri hjálp svo þau geti verið á svipuðu róli og jafnaldrar þeirra.

Stúlka í 7. bekk:

Á leiðinni heim hugsa ég um margt, heimanámið, vini mína og hvað ég eigi að gera í dag.

Stúlka í 5. bekk:

Gangaverðirnir eru alltaf inni að tala saman.

Stúlka:

Ég fæ prófkvíða. Ég kvíði oft fyrir ef það er mjög erfitt próf.. það gerist ekkert alltaf bara í nokkrum námsgreinum sem ég er slök í;)! til dæmis stærðfræði!!.. Sérstaklega stærðfræði skoh..;)

11 ára stúlka:

Mér finnst óréttlát að bara þeir sem eru í 8.-10. bekk fá að vera inni í frímínutum en ekki þeir sem eru í 1.-7. bekk. Stundum er vont veður og þá má bara 8-10 bekkur ráða hvort þau eru inni eða úti.

14 ára stúlka:

Okkur er sagt að bera virðingu fyrir kennaranum, sem er sjálfsagt, en það er stundum mjög erfitt ef sú virðing er ekki gagnkvæm.

Stúlka í 7. bekk:

Maður lærir alltaf meira og meira, ég fæ t.d. háar einkunnir núna af því að ég fylgist svo vel með.

Drengur í 8. bekk:

Það mætti vera meiri tungumálakennsla í skólanum.

Stúlka:

Það besta við skólann minn eru kennararnir. Þeir eru mjög gáfaðir (auðvitað;) einnig lýsa þeir hlutunum mjög vel fyrir manni. Umhverfið er frábært og ég hef ekki verið vör við neitt einelti í nokkur ár. Því sem ég myndi helst vilja breyta er að minnka kliðinn í skólastofunni svo maður getur nú fengið meiri frið til þess að læra betur. Það er nú stundum svoítið þungt loft í skólastofunni minni en aðstaðan er mjög góð.

17 ára stúlka:

Sko, er það réttlætanlegt að mér sem líður ALVEG HRÆÐILEGA SKELFILEGA ILLA (alveg einsog í helvíti). Er það réttlætanlegt að ég verð bara að vera svona og þess vegna bara í lagi að ég drepi mig, BARA vegna þess að ég er EKKI orðin 18 ára og foreldrar mínir segja að það sé EKKERT að mér nema að þetta sé bara ATHYGLISSÝKI í mér !!!!

Stúlka í 8. bekk:

Það versta við skólann er að á elsta stigi þurfa allir að vera samferða í bókunum.

Stúlka í 6. bekk:

Matarhléin eru skemmtileg því þá get ég talað við krakkana í hinum bekknum og maturinn er alltaf góður.

Drengur í 6. bekk:

Bekkurinn sem ég lenti í er alger snilld. Mér finnst að bekkirnir ættu að fara oftar saman í útileiki.

Drengur í 6. bekk:

Við fáum ekki bekkjarkvöld í 6. bekk, en ég hef aldrei farið á þannig. En ég held að eineltið sé það versta og ofbeldið á yngri krökkunum.

Stúlka í 6. bekk:

Skólafélagarnir eru líka mjög fínir en sumir strákarnir eru með læti og eru að henda skólatöskum annara um alla stofuna, henda pennaveskjum og sprauta safa, taka eigur manns og setja í annara manna töskur. Mér finnst alltaf svolítið kalt í skólanum og í skólastofunum.

15 ára stúlka:

Frímínúturnar eru eins og þær eiga að vera; góður sófi og slökun. Það á að vera svona – þá er ég allavega ánægð.

12 ára stúlka:

Ég er mjög viðkvæm og það er auðvitað best að stríða krökkum sem eru viðkvæmir og fara að gráta; ég fór alltaf að gráta út af öllu.

14 ára stúlka:

Er það sjálfsagt að foreldrar mínir slái mig utanundir "kinnhest" ef ég geri eitthvað af mér?

Stúlka:

Mér hefur verið nauðgað og gefið dóp, hvað get ég gert?

10 ára drengur:

Stóru krakkarnir eru alltaf að lemja mann.

14 ára stúlka:

Í stuttu máli hefur mig nokkrum sinnum langað að drepa mig og einu sinni reynt það! Þoli ekki mömmu mína og vill flytja til pabba míns.

Drengur í 7. bekk:

Það er þægilegt að vera í skólastofunni vegna þess að þá er enginn að stríða mér.

13 ára stúlka:

Hvernig veit maður að maður sé þunglyndur?

12 ára stúlka:

Hafið þið hugleitt af hverju offita sé vandamál? Krakkarnir hafa einfaldlega ekki tíma til að hreyfa sig. Þau eru að drukkna í heimavinnu.

15 ára stúlka:

Allir halda að krakkar séu heimskir og vitlausir, það hlustar enginn á okkur og öllum virðist sama. Það er ekki fyrr en við reynum að drepa okkur (af þeira völdum) sem fullorðna fólkið vill hlusta. Okkur finnst þau ekki hlusta á okkur þegar við tölum saman, allir að horfa á sjónvarpið og enginn nennir að tala... samt segir fólk að við viljum ekki tala, það er út af því að þegar við viljum tala þá eru þau ekki tilbúin að ræða málin... þetta líf er líka erfitt fyrir okkur, það er ekki bara til unglingavandamál heldur fullorðinsvandamál útaf því að þau skilja okkur ekki því að þau eru annað að gera þegar við reynum að tjá okkur...

13 ára drengur:

Ég á við vandarmál að stríða. Það eru allir að segja að ég sé með litið tippi. Hvað á ég að gera takk fyrir???

Stúlka:

Ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun þegar ég var barn. Sá sem misnotaði mig er í minni nánustu fjölskyldu. Vegna þessa hefur mér liðið illa og það hefur ekki liðið sá dagur sem ég hugsa ekki um þetta.

11 ára stúlka:

Afi minn var að deyja og annar. Og það var fyrir nánast fjórum mán. ég get alls ekki náð mér eftir það. Ég er alltaf að hugsa hvernig ég eigi að drepa mig.

17 ára drengur:

Hvaða rétt hefur stelpa sem er 17 ára í sambandi við fóstureyðingu? Foreldrar hennar vilja að hún fari í fóstureyðingu en ekki ég og hún. Hver ræður?

17 ára stúlka:

Foreldrar mínir segja að það sé ekkert að mér nema að þetta sé bara athyglissýkií mér !!!! en ég held að það sé eitthvað meira en lítið að mér... því eg er með allar geðsjúkdómategundirnar, mikið þunglyndi , mjög mikið af ofsjónum og ofheyrnum (sem hreinlega ofsækja mig) og alltaf grátandi.

16 ára stúlka:

Er ég er of ung til að verða mamma. Ég er ekki ólétt, en ég er búin að fylgjast með öðrum mömmum og það gengur bara vel. En er ég tilbúin, ég er ekki mikið í kringum börn en ég vil samt eignast börn til að verða sem venjulegust.

16 ára drengur:

Ég er að hugsa hvaða rétt ég hef. Ég er 16 ára og neyti tóbaks. Ég hef haldið þessu leyndu fyrir foreldrum mínum í hálft ár eða síðan ég byrjaði. Í dag fór mamma að leita í herberginu mínu án míns leyfis og fann þar neftóbaksdollur og varð brjáluð og pabbi líka. Einverntíma heyrði ég að það væri hægt að kæra fólk fyrir að leita í eigum annara. Er það rétt hjá mér. Hvað ráðleggur þú mér að gera annað en að hætta að nota tóbak það er bara ekki möguleiki.

15 ára stúlka:

Því fleiri sem reglurnar verða því pirraðari verðum við unglingarnir og viljum brjóta meira af okkur.

11 ára stúlka:

Er heimilisofbeldi ef foreldrar manns slá mann á munninn?

16 ára stúlka:

Hvert get ég leitað til að láta vita að stelpa sem ég þekki er byrjuð að nota dóp? Ég vil segja einhverjum frá því til að reyna að hjálpa henni að komast út úr þessu áður en hún sekkur dýpra í þetta rugl...

15 ára stúlka:

Hvað á ég að gera ef ég á von á barni en sjálf er ég barn?

16 ára drengur:

Mér finnst að það ættu að vera fleiri kaffihús fyrir unglinga þar sem þeir geta fengið sér kók eða kakó og spjallað eins lengi og útivistartíminn leyfir.

15 ára börn:

Hér úti á landi höfum við líka ekki sömu aðstöðu og þeir sem búa í Reykjavík til að hanga niðri í miðbæ og paufast á rúntinum með einhverjum fyllibyttum eftir að skemmtistöðnum er lokað.

14 ára drengur:

Það þarf að auka skemmtanir (diskótek) fyrir unglinga!!!!!!!!

13 ára stúlka:

Ég á heima í lengst í burtu frá öllu og öllum svo að það er ekkert að gera hér. Ég legg til að það sé SKYLDA í öllum bæjum að það verði að vera félagsmiðstöð!!!!! Allir krakkarnir hér vilja það!!!

Drengur:

Mér finnst að maður ætti að banna að tala ljótt um aðra inn á Netinu eða á MSN.

Drengur:

Það er ekki nægilegt framboð af menningu fyrir ungt fólk. Mér finnst vanta meiri tækifæri til að leika sé bara.

16 ára drengur:

Mér finnst vanta meira af stöðum sem fólk á aldrinum 16-18 ára getur hist og skemmt sér á. Allt er bannað innan átján fyrir utan skólaskemmtanir. Vantar eitthvað sem fólk getur hist og hlustað á músík og spilað, dansað og fleira.

Stúlka:

Vinkonur mínar eru svo oft að ljúga að mér og hunsa mig og þeim er alveg sama um það. Þær leika sér og vilja ekki hafa mig með.

15 ára stúlka:

Þeir sem eru heppnir komast í vel launaða vinnu og þess vegna finnst mér algjört bull að stytta sumarfríið því við þurfum á þessum peningum að halda.

10 ára drengur:

Stundum er ég hræddur í skólabílnum, ef það er vont veður og sleipt.

13 ára stúlka:

Hefur pabbi minn leyfi til að vekja mig á morgnana og láta mig bera út þegar ég á að fara í skólann klukkan 8?

13 ára stúlka:

Hlustið á okkur og sýnið okkur áhuga. Það gæti verið eitthvað vit í því, sem við höfum að segja.