Logo Umboðsmanns barna
English Danish Russian Thai Polish

Krakkakosningar

Alþingiskosningar 2016

Alþingiskosningar voru haldnar 29. október 2016 í kjölfar þess að kosningum var flýtt. Umboðsmaður barna og KrakkaRÚV héldu samstarfi sínu áfram og boðuðu til Krakkakosninga um leið. 

Framboðin

Að þessu sinni voru 12 stjórnmálaflokkar í framboði. Þau voru Alþýðufylkingin, Björt framtíð, Dögun, Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Húmanistaflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin, Píratar, Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Vinstri græn. Öll fengu þau tækifæri til að kynna sig og sína stefnu með stuttum myndböndum sem tekin voru upp hjá KrakkaRÚV og með því að skila inn spurningum frá Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna skriflega. Allir flokkar skiluðu inn efni fyrir utan Íslensku þjóðfylkinguna. Kynning á stjórnmálaflokkunum var aðgengilegt á vefsvæði KrakkaRÚV. 

Fræðsla til stjórnmálaflokka

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna bauð í aðdraganda kosninganna öllum framboðum upp á að fá fræðslu frá þeim varðandi réttindi barna. Mörg framboð þáðu það boð og fór fræðslan ýmist fram á skrifstofu umboðsmanns barna eða á vettvangi stjórnmálaflokkanna sjálfra. 

Framkvæmd

Líkt og áður voru leiðbeiningar um verkefnið og kynningarefni sett á vef KrakkaRúv og gátu kennarar eða skólastjórnendur leitað til starfsfólks umboðsmanns barna eða KrakkaRÚV eftir nánari upplýsingum. Aukning 

Grunnskólum var kynnt verkefnið með eftirfarandi bréfi sem sent var út þann 16. september 2016. 

Til skólastjóra í grunnskólum

 

Reykjavík, 16. september 2016

 

Efni: Samstarfsverkefni KrakkaRÚV og umboðsmanns barna við grunnskóla á Íslandi

Börn eiga rétt á því að láta í ljós skoðanir sínar og hafa áhrif á samfélagið, en það kemur meðal annars fram í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sbr. lög nr. 19/2013. Hinn 29. október 2016 verða haldnar Alþingiskosningar á Íslandi. Margir stjórnmálaflokkar hafa lýst því yfir að þeir hyggist gefa kost á sínum fulltrúum. KrakkaRÚV og umboðsmaður barna hafa því ákveðið að standa fyrir Alþingiskosningum barna og gefa börnum tækifæri á því að láta í ljós skoðanir sínar á málefnum stjórnmálaflokkanna. Stefnt er að því að allir stjórnmálaflokkar kynni stefnu sína í gegnum örmyndbönd þar sem þeir svara spurningum barna. Hugsunin er að myndböndin verði sýnd börnum í skólum, ásamt kynningu á störfum Alþingis. Í framhaldi af því yrði börnunum gefið tækifæri á að kjósa sinn stjórnmálaflokk á þar tilbúnum eyðublöðum sem skólunum verður afhent. Á atkvæðaseðlunum verða engar persónugreinanlegar upplýsingar og verður aðeins merkt við með einum krossi.

Til stendur að opna vefsvæði á Krakkaruv.is tileinkað verkefninu í vikunni fyrir hefðbundnar Alþingiskosningar og verða þá myndbönd stjórnmálaflokkanna frumsýnd um leið. Í beinu framhaldi af því myndu kosningar í skólum fara fram vikuna 24. - 28. október. Markmiðið er að niðurstöður þessara alþingiskosninga barna verði kynntar í kosningasjónvarpi RÚV á kosninganótt.

Tilgangur þessa bréfs er að óska eftir samstarfi við grunnskóla og biðja þá um að gera ráð fyrir kosningunum í skólastarfinu. Opnað verður fyrir kosningarnar 24. október næstkomandi og þurfa niðurstöðurnar að hafa borist í síðasta lagi 28. október fyrir kl. 12.00.

Það er að sjálfsögðu möguleiki að hluti nemenda taki þátt í verkefninu t.d. einstakur bekkur/bekkir eða  árgangur. Ef áhugi er fyrir hendi eða þörf er á frekari upplýsingum þá biðjum við ykkur að hafa samband með því að svara þessum pósti eða hringja í síma 552-8999.

 

Virðingarfyllst,

Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna og
Sindri Bergmann Þórarinsson, KrakkaRÚV-stjóri

 

 

Þátttaka grunnskóla var mjög góð og tóku 120 bekkir í 56 grunnskólum þátt. Í heildina voru það 2.700 börn sem kusu í þessum kosningum sem er um 6% barna á grunnskólaaldri. 

frambjóðendur útbjuggu um 60 sekúndna myndband til þess að kynna sig og sína stefnu, ásamt því að svara nokkrum spurningum frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna.  Myndböndin voru svo sýnd í skólum, ásamt kynningarmyndbandi á forsetaembættinu. Í framhaldi af því fengu börnin tækifæri til að kjósa sinn frambjóðanda á sérstökum eyðublöðum sem var skilað í sérstaka vefgátt hjá KrakkaRÚV. 

Niðurstöður

Niðurstöður krakkakosninga var kynnt á kosningavöku RÚV. Næstum einn af hverjum fjórum krakkakjósendum kaus Sjálfstæðisflokkinn. Næstvinsælasti flokkurinn var flokkur Pírata, sem fékk 15,1 prósents fylgi og í þriðja sæti var Alþýðufylkingin með 13,5 prósent. Flokkur Pírata fékk líka mikið fylgi í alþingiskosningunum og varð þriðji stærsti flokkurinn, en Alþýðufylkingin var með lítið fylgi og kom engum á þing. Hjá fullorðnum fékk flokkur Vinstri grænna næstmesta kosningu, en hann lenti í fjórða sæti í krakkakosningunni. 

Það voru tveir flokkar sem komust á Alþingi sem krakkarnir hefðu ekki samþykkt, Samfylkingin og Viðreisn. Samfylkingin var ekki ánægð með sína frammistöðu í kosningunum, þó þau kæmu fólki inn á þing, en Viðreisn fékk fleira fólk á þing en gert var ráð fyrir. 

Hér á á  vef KrakkaRÚV er hægt að nálgast kynningu á þessum niðurstöðum.